Saga - 1978, Page 119
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆ KRAMÁLUM 113
amtinu úr 115 í 203.5á) Eftir þetta helst tala þurfamanna
allstöðug fram til 1901 þrátt fyrir nokkrar árbundnar
sveiflur, sem þó eru tæpast marktækar, enda kemur fram
í álitsgerð milliþinganefndarinnar, að talning þurfa-
nianna í Stjórnartíðindum var ekki ávallt sem nákvæmust
og ýmsum aðferðum beitt við hana.55)
Af þessu yfirliti má ráða, að árferði var mikill áhrifa-
valdur um lífskjör alls þorra bænda og hafði bein áhrif á
fjölda þurfamanna á þessu tímabili. Á hinn bóginn verður
hin mikla fækkun þurfamanna á tímabilinu ekki skýrð
nema að hluta til með skírskotunum til árferðis. Annarra
skýringa er þörf, og verður þess freistað hér að skýra
Isekkunina með tilliti til fólksflutninga til Vesturheims
annars vegar og breytinga á íslenskum atvinnu- og búsetu-
háttum hins vegar.
Landnám Islendinga í Vesturheimi hófst að marki um
1870, en áður hafði töluverður hópur Islendinga sest að í
Spanish Fork í Utahfylki í Bandaríkjunum, mest vegna
tniarskoðana (mormónatrú), en þessir flutningar hófust
nm 1855. Þegar hið eiginlega landnám Islendinga hófst
yestanhafs um 1870, lágu aðrar ástæður að baki flutn-
mganna. Langvarandi harðindi og bág kjör hér heima
attu þar stærstan hlut að máli, auk vona um bætta afkomu
°8' rýmri kjör vestra. Þá kom og hvatning að vestan,
þegar Kanadastjórn bauð Islendingum land og álitleg kjör
þnr í landi. Telja sumir, að alls hafi 10—12 þúsund manns
fIust til Vesturheims á tímabilinu 1870—1890, en aðrir,
að alls hafi 10—20 þúsund manns flust vestur um haf.56)
Síðustu rannsóknir sýna, að a.m.k. um 12 þúsund manns
^onu hafa flust til Vesturheims fram til aldamóta, og er
Þá miðað við lágmarkstölu.57)
^ Stjt. 1900, C, 195 og 199.
g 1 Skýrsla Guðjóns Guðlaugssonar, bls. 23.
) Magnús Jónsson: Áðurnefnt rit, IX, 2, bls. 355 og Heimir Þor-
leifsson: Frá einveldi til lýðveldis, Rvík 1973, bls. 74.
) Helgi Skúli Kjartansson: Áðurnefnd ritgerð, bls. 162.
8