Saga - 1978, Page 121
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
115
Eitt besta dæmi um, að sveitarstjórnir hafi kostað
þurfamenn til vesturfarar, er frá árinu 1887.60) Það ár
biðu 277 manns um nokkurt skeið á Borðeyri eftir skipi,
er flytja átti hópinn til Kanada. Þar sem dróst að skipið
kæmi til Borðeyrar, greiddi útgerðarfélag þess bætur til
þeirra, sem þurft höfðu að bíða skipsins og standa straum
af þeim kostnaði, er af biðinni hlaust. Nokkur sveitarfé-
lög kröfðust þá endurgreiðslu á skaðabótafénu frá UO
Wanns, sem þau kváðust hafa haldið uppi á Borðeyri,
þangað til skipið kom. Sýnir þetta áhuga sveitarstj órna á
því, að fólkið færi vestur, og bendir til þess, að hér hafi
verið um þurfamenn að ræða.
I bréfi, sem Páll Sigurgeirsson Bardal ritaði sýslumanni
Strandasýslu 21. ágúst 1889 vegna þessa máls, lagðist
hann gegn því, að dregið yrði af bótum vesturfaranna.
Fjallar Páll í bréfi sínu um flutninga þurfamannafjöl-
skyldna til Kanada og deilir hart á framferði íslenskra
sveitarstj órna í þessu sambandi, sem m.a. komi fram í því,
að fólk eigi tæpast fyrir mat sínum, er það komi vestur
»og ofan í kaupið er oft svo ástatt, að enginn í fjölskyld-
unni er vinnufær." 1 lok bréfs síns segir Páll:
» • • • Mér eru persónulega kunnug þessi mál, því ég hefi
átt mikinn þátt í því að taka á móti vesturförum og hefi
átt í miklu stríði að ráða framúr fyrir þetta allslausa
fólk. Það er vit í því fyrir sveitimar ... að senda
bingað fólk, sem þeim er til þyngsla, en sem er full-
vinnandi, og fjöldinn allur af því fólki hefur bætt kjör
sín óendanlega mikið með að komast hingað. En að
senda hingað út allslausa, heilsulausa aumingja, sem
eiga hér enga að, er samvizkulaust og guðlaust verk,
hver sem það gjörir. Og það dregur óðum að því, að
) Sú frásögn, sem liér fer á eftir, er höfð eftir áðurnefndri ritgerð
Belga Skúla Kjartanssonar, bls. 89—90.