Saga - 1978, Blaðsíða 122
116
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
þess háttar innflutningur til Kanada verður afnuminn
með lögum, þó vér Islendingar hér, biðjum þess ekld.
Og þá er hætt við, að lögin kunni að útiloka einhverja
af þeim, sem voru kæra Islandi væri hagur að verða af
með, en þessu landi í framtíðinni hagur að fá.“61)
Þau dæmi sem hér hafa verið rakin staðfesta, að sveit-
arstjórnir hafa talið hagkvæmt að leggja út allháar fjár-
upphæðir til að losna við þurfamenn af landi brott, í stað
þess að greiða með þeim árlegt meðlag um óákveðinn tíma.
Ekki eru fyrir hendi tölulegar upplýsingar um þann
fjölda þurfamanna, sem styrktur var til Vesturheims-
ferða, en ráða má af heimildum, að hann hafi verið all-
verulegur. Þannig voru 14—15% þeirra, sem farar biðu
á Borðeyri 1887 þurfamenn. (Þar sem kröfur vantar frá
nokkrum sveitarstjómum kann þetta hundraðshlutfall að
hafa verið nokkuð hærra). Hafa þessir flutningar eflaust
orðið til að draga úr fátækrabyrðinni á landinu og fækka
þurfamönnum til muna. Einnig er hugsanlegt, að hinir
umfangsmiklu fólksflutningar vestur hafi losað um jarð-
næði hér heima og bætt afkomuskilyrði þeirra, sem heima
sátu.
Líklegt er, að þær breytingar, sem urðu á íslenskum
atvinnu- og búsetuháttum á síðustu áratugum 19. aldar,
hafi haft nokkur áhrif á þurfamannafjöldann á landinu.
Á síðasta fjórðungi aldarinnar verður vart aukins
streymis fólks úr dreifbýh landsveitanna til sjávarpláss-
anna. Samfara þessu raskaðist töluvert atvinnuskipting
landsmanna, þannig að hundraðshlutfall bænda af lands-
mönnum öllum lækkði, en þeim fjölgaði, sem stunduðu
fiskveiðar, verslun og iðnað. Einkum jókst mikilvægi fisk-
veiða fyrir þjóðarbúskapinn með vexti þilskipaútgerðar.
Þessi atvinnugrein laðaði til sín vinnuafl úr sveitunum,
01) Sama ritgerð, bls. 90.