Saga - 1978, Page 123
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 117
og bendir margt til þess, að einkum hafi það verið ungt
fólk á besta vinnualdri, sem freistaði gæfunnar við sjávar-
síðuna. Vinnustéttalöggjöfin kvað svo á, að þeir einir,
sem sátu í þurrabúð eða höfðu lausamennskuleyfi, væru
undanþegnir vistarskyldunni. Lögum samkvæmt gat hver
sem var þess vegna ekki ráðið sig til vinnu við sjávarsíð-
una, þar sem mikill hluti vinnuaflsins í landinu var skyld-
ur til að vistráða sig við landbúnaðarstörf eða í ársvistir
hjá útvegsbændum. Engu að síður streymdi fólk til sjáv-
arplássanna í trássi við gildandi vinnuhjúalöggjöf. Þessi
þi'óun hafði bæði kosti og galla með tilliti til ástands fram-
færslumála í landinu. Höfuðgalli hennar var sá, að það
fólk, sem freistaði gæfunnar við sjóinn, náði oft á tíðum
ekki að vinna sér þar sveitfesti, en hrökklaðist iðulega aft-
ur á framfærslusveit sína, þrotið að kröftum, þar sem
það gjarnan varð til sveitarþyngsla. Kosturinn var hins
Vegar sá, að fjölbreytni atvinnulífs jókst og fleira fólki
uuðnaðist að sjá sér farborða af öðru en búskap og vinnu-
uiennsku. Eins og um fleiri þætti fátækramálanna eru
ekki til reiðu fullkomnar upplýsingar um þetta mikilvæga
utriði, en telja verður líklegt, að fjölbreyttari atvinnu- og
búsetuhættir hafi stuðlað að því að fátækrabyrðin léttist,
einkum undir lok tímabilsins.
Premur hagstætt árferði á áratugnum 1870—80 og eftir
1890, fólksflutningar til Vesturheims og breytingar á ís-
ienskum atvinnu- og búsetuháttum hljóta því að teljast mik-
dvægustu orsakirnar fyrir fækkun þurfamanna á tímabil-
inu 1870—1901. Þrátt fyrir hina miklu fækkun þurfa-
^anna á þessum tíma voru þeir enn mjög hátt hundraðs-
klutfall landsmanna árið 1901. Á fyrstu áratugum 20. ald-
ar hélt þurfamönnum áfram að fækka, enda tóku alþýðu-
i^'yggingar af ýmsu tagi þá að leysa af hólmi ýmis þau
niutverk, sem fátækraframfærslunni hafði fram til þess
iinia verið ætlað að gegna.