Saga - 1978, Page 124
118
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
VIII. Aldur þurfamanna
Ekki eru til heimildir um aldursskiptingu þurfamanna
á tímabilinu 1870—1900. Milliþing’anefndin aflaði sér á
hinn bóginn mjög nákvæmra upplýsinga um aldur viðtak-
enda sveitarstyrks fardagaárið 1901—1902. Samkvæmt
skýrslu Guðjóns Guðlaugssonar skiptust sveitarstyrks-
þegar þá eftir aldrí, sem hér segir:62)
Yngri en 40 ára voru 454 þurfamenn (þar af 118 mun-
aðarlaus börn)
milli 40 og 70 ára voru 1080 þurfamenn
eldri en 70 ára voru 534 þurfamenn.
Af þeim U5U þurfamönnum, sem voru undir fertugsaldri,
voru 312 fjölskylduþurfamenn, en af þeim voru U2 yngri en
30 ára. Fjölskylduþurfamenn milli fertugs og sjötugs voru
682, þar af voru 383 milli fertugs og fimmtugs, en ein-
ungis 90 milli sextugs og sjötugs. Af þeim 53U þurfamönn-
um, sem voru yfir sjötugt, voru alls U36 einhleypir þurfa-
menn.63)
Samkvæmt þessum tölum voru flestir fjölskylduþurfa-
menn á landinu á aldrinum 30—60 ára, sem hlýtur að
teljast eðlileg skipting. Fjöldi einhleypra þurfamanna yfir
sjötugt er þó allliár (436), enda telur Guðjón, að löggjaf-
arvaldið ætti ekki að reyna að hafa áhrif á þessa aldurs-
skiptingu að öðru leyti en því, að æskilegt væri, að þurfa-
menn yfir sjötugt „þyrftu ekki á sveitarstyrk að halda, og
er mjög mikið, sem mælir með því, enda eitt af ætlunar-
verkum nefndarinnar að gjöra tilraun í þá átt“64) (hér á
02) Þar sem einungis var gerð könnun á aldri viðtakenda sveitar-
styrks, kemur ekki fram aldursskipting barna og eiginkvenna
fjölskylduþurfamanna í þeim kafla, sem hér fer á eftir.
63) Skýrsla Guðjóns Guðlaugssonar, bls. 21.
64) Sama heimild, bls. 21.