Saga - 1978, Blaðsíða 125
MILLIÞINGANEFNDIN f FÁTÆKRAMÁLUM 119
Guðjón við frumvarp það, sem Páll Briem samdi um eftir-
laun hinnar íslensku þjóðar).
Ekki virðist mikið um, að þurfamenn hafi kvænst svo
ungir, að barnaómegð hafi gert þá sveitarstyrks þurfandi
fyrir þrítugt. Flestir hinna U2 fj ölskylduþurfamanna,
undir þrítugsaldri voru ógiftar konur með óskilgetin börn.
Flestir fjölskylduþurfamenn voru á milli fertugs og fimm-
tugs. Um þennan hóp segir Guðjón:
„Flestir kvæntir þurfamenn eru á aldrinum 40—50 ára
og fylgir mörgmn þeirra sú saga, að þeir hafi kvongast
rúmlega þrítugir, byrjað búskap eða tómthúsmennsku
efnalausir, svo hafi hlaðizt á þá ómegð, þangað til þeir
um fertugsaldurinn hafi orðið að biðja um sveitarstyrk
vegna fátæktar og stundum vegna skorts á ráðdeild og
dugnaði. Margir þeirra komast svo af sveitinni eptir
fimmtugsaldurinn, þegar flest börnin eru orðin vaxin
og foreldrunum til styrktar, en á stundum fer svo, að
sami maðurinn verður í annað sinn að leita fátækra-
styrks, þegar hann er kominn nálægt sjötugsaldrinum
og þar yfir, en á stundum kemur það líka fyrir, að börn
þurfamanna, sem alin hafa verið upp á sveitarstyrk,
geta bjargað foreldrunum í ellinni frá sveit, en þvi mið-
ur mun það þó fremur sjaldgæft."65)
Það, sem fyrst og fremst er einkennandi fyrir aldurs-
skiptingu þurfamanna fardagaárið 1901—1902, er ann-
urs vegar, að flestir þurfamenn voru á besta vinnualdri
(30-—50 ára) og hins vegar að mikill fjöldi þurfamanna
var kominn yfir sextugt, og átti því að líkindum erfitt með
að sjá sér farborða af eigin vinnu. Eins og þegar hefur
verið getið um, var kleift að leysa vanda seinni hópsins að
Wuta til með því að veita fólki yfir sjötugt óafturkræfan
ellilífeyri, er nægði til að sjá því farborða. öllu erfiðara
6o) Sama heimild, bls. 22.