Saga - 1978, Blaðsíða 126
120
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
var að leysa vanda þeirra, sem voru á besta vinnualdri,
þar sem meginástæðan fyrir styrkþörf þeirra var fátækt
og barnaómegð. Þar sem nefndin gerði ekki tillögur um
breytingar, sem auðvelda mundu þessu fólki að bjarga sér
á eigin spýtur, varð það enn sem fyrr að leita á náðir
sveitarinnar með framfæri sitt.
IX. Kostnaðurinn við framfærsluna og dreifing hans
á sýslur landsins
Hér að framan var þess getið, að jafnframt því sem
þurfamönnum fækkaði til muna á tímabilinu 1870—1901,
lækkaði mjög kostnaðurinn við framfærsluna. Á töflu II
sést þessi þróun allvel. Hér er um að ræða meðaltalstölur,
þannig að árbundnar sveiflur koma eklci fram að undan-
skildum árunum 1901 og 1902, sem upp eru gefin sér-
staklega.
Eins og taflan ber með sér lækkaði kostnaðurinn við
framfærsluna mest á tímabilinu 1871—1890, en úr því
verður lækkunin hægari, eða stendur nánast í stað fram
til 1900, er kostnaðurinn hækkar lítillega. Ber hér að hafa
í huga, að verðbólga var nokkur á síðasta áratugi 19. ald-
ar, og gerir hún beinan samanburð talna erfiðari en ella.
Samfara lækkun kostnaðarins virðist tala gjaldenda hafa
hækkað, sem sjá má, ef bomar eru saman tölumar 1896—-
1900 annars vegar og 1901 og 1902 hins vegar. Þetta er
eðlilegt, þar sem margir þeir, sem komust af sveit, hafa
vafalítið bæst í hóp gjaldenda.
Óneitanlega var fátækraframfærslan þung byrði á
gjaldendum og sveitarsjóðum og fátækraútsvarið í raun
þyngsti beini skatturinn á gjaldendum. Fátækrabyrðin
skiptist mjög misjafnt á sýslur landsins, var mjög þung
á einum stað, en óveruleg á öðrum. I heild var kostnaður-
inn geigvænlegur, sem sést t.d. á því, að fardagaárið
1901—1902 voru útgjöld sveitarsjóðanna til menntamála
samtals kr. 25.098 á sama tíma og útgjöldin vegna fram-