Saga - 1978, Side 128
122
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
kvæða viðhorfi, sem allur þorri manna hafði til þurfa-
manna, en að því verður vikið síðar í ritgerðinni.
Árið ]871 skiptist fátækrabyrðin þannig eftir landshlut-
um, að hæst var hún í Suðuramtinu, þá í Norður- og Aust-
uramtinu, en lægst í Vesturamtinu. Þar sem Norður- og
Austurömtin eru talin saman, má gera ráð fyrir, að fá-
tækrabyrðin í þeim hafi verið öllu lægri en í Suður- og
Vesturömtunum, enda bendir hlutfallsleg skipting þurfa-
manna eftir sýslum til þess, að þeir hafi verið fæstir á
Norðurlandi og þar á eftir á Austurlandi.68) Hlutfalls-
lega voru niðursetningar þá flestir í Vestmannaeyjum,
Skaftafellssýslu, Mýrasýslu og Rangárvallasýslu, en fæstir
í Reykjavík, Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Isafjarð-
arsýslu (sjá töflu III).
Skipting fátækrabyrðarinnar eftir landshlutum hélst
nær óbreytt fram til fardagaársins 1901—1902 þó held-
ur þyngdist hún hlutfallslega á Vesturlandi. Það ár skiptist
hún sem hér segir milli iandshluta:
Sunnlendingafj. kr. 75506,34 alls, 12,97 á gjaldanda
Vestfirðingafj. kr. 40217,14 alls, 8,67 á gjaldanda
Austfirðingafj. kr. 35343,70 alls, 7,73 á gjaldanda
Norðlendingafj. kr. 26064,21 alls, 5,99 á gjaldanda
Ef athugað er, hvernig kostnaðurinn skiptist á hvert
mannsbam í einstökum landshlutum, kemur í ljós, að hann
var mestur í Sunnlendingafjórðungi kr. 2,71, þar næst i
Austfirðingafjórðungi kr. 2,11, þá í Vestfirðingafjórð-
ungi kr. 2,04, en lægstur í Norðlendingafjórðungi kr. 1,38
á mann. Þetta bendir til þess, að fátækraframfærslan hafi
verið hlutfallslega þyngst sunnanlands, þar næst austan-
lands, þá vestanlands, en léttust á Norðurlandi (sjá töflu
IV)- •
Nokkrar breytingar urðu á fátækrabyrðinni í einstök-
68) Skýrslur um landshagi á íslandi, V., Kbh. 1875, bls. 657—659.