Saga - 1978, Síða 131
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
125
(kr. 13,52). Lægst var fátækrabyrðin hins vegar þetta ár
í Akureyrarkaupstað (kr. 1,66), en þá í Austur-Skafta-
fellssýslu (kr. 4,47) og Vestur-lsafjarðarsýslu (kr. 4,77).
(Sjá töflu IV).
Ef þessi skipting er athuguð nánar, vekur fyrst athygli
hin mikla hækkun fátækrabyrðarinnar í Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Skýringin á hinni háu fátækrabyrði í þessum
syslum felst að líkindum í atvinnu- og búskaparháttum
þar. Þessar sýslur hafa aldrei þótt sérlega góð landbún-
aðarhéruð, en fiskveiðar í Faxaflóa hafa jafnan verið mik-
d búbót fyrir bændur. Á síðustu áratugum 19. aldar voru
tíðir aflabrestir við Faxaflóa. Má nefna, að á síðasta ára-
tugi aldarinnar brást afli á þessu svæði árin 1892, 1895,
1896 og árin 1897 og 1898 var afli mjög rýr.co) Tíðir afla-
brestir frá 1880 hafa því ugglaust haft veruleg áhrif á af-
komu manna í þessum sýslum, og virðist líklegt, að þeir
hafi beint og óbeint orðið til að fjölga tölu þurfamanna
°g auka fátækrabyrðina í sýslunum. Þar sem þurrabúðar-
uiennska var allmikil í Gullbringusýslu var enn hættara en
e|la við því, að aflaleysi kippti fótunum undan búhokri
tjölmenns hóps manna.
Pátækrabyrðin í Rangárvallasýslu var mikil árið 1871,
°g svo var enn 1901. I Borgarfjarðarsýslu var fátækra-
byrðin allhá 1871, en hafði aukist hlutfallslega í saman-
burði við aðrar sýslur árið 1901. Sama máli gegnir um Ár-
nessýslu, sem var í meðallagi, hvað þetta snertir 1871, en
t*ar var fátækrabyrðin hin fjórða hæsta á landinu 1901.
f’dur þessu að líkindum, hve sýslan var fjölmenn og
Pettbýl, þar sem vafasamt er, að landsgæði hafi verið næg
1 að framfleyta svo mörgum íbúum (6394 íbúar árið
901).7o) Ugglaust hefur uppblástur lands í Rangárvalla-
syslu haft talsverð áhrif á þyngd fátækrabyrðarinnar þar,
■1 afnframt því sem þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna í Ár-
) Magnús Jónsson: Áðurnefnt rit, IX, 1, bls. 233—234.
' Tölfræðihandbók Hagstofu Islands 1974, bls. 15.