Saga - 1978, Page 132
126
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
nes- og’ Borgarfj arðarsýslum kann að hafa aukið á fá-
tækrabyrðina í sýslunum.
Árið 1901 var fátækrabyrðin enn hlutfallslega lág í
þeim sýslum og bæjarfélögum, sem best voru sett hvað
snertir þyngd framfærslunnar 1871 að Reykjavíkurbæ
undanskildum. Þar hafði fátækrabyrðin aukist til muna,
enda hafði íbúum bæjarins fjölgað ört frá 1870, eða úr
2024 árið 1870 í 6682 árið 1901.71) Verulegur hluti íbúa
bæjarins voru þurrabúðarmenn og annað fólk, er einkum
vann að útgerð. Þótt ekki sé getið um atvinnuleysi, sem
orsök styrkþarfar í Reykjavík fardagaárið 1901—1902,
kemur fram í þeim skjölum, sem nefndinni bárust, að af-
koma manna var þar misjöfn eftir árstímum. Einna verst
var hún að vetri til, og urðu þá sumir styrkþurfi, sem
gátu framfleytt sér af eigin vinnu á sumrin. Bendir þetta
til þess, að oft hafi verið hart í ári hjá þeirri stétt manna,
sem átti afkomu sína undir aflabrögðum og árferði, og
má ætla, að aflabrestir á síðustu áratugum 19. aldar hafi
líkt og í Gullbringu- og Kjósarsýslu orðið til að þyngja
fátækrabyrðina í bænum, sem var orðin hin níunda hæsta
á landinu árið 1901. Þá var drykkjuskapur oftlega nefnd-
ur sem meginástæða fyrir styrkþörf þurfamanna í Reykja-
vík, og má vera, að lífið í höfuðstaðnum hafi frekar en
annars staðar á landinu leitt menn til ofdrykkju.
Dreifing fátækrabyrðarinnar á sýslur landsins bendiT
til þess, að hún hafi einkum ráðist af því, hversu þéttbýlaT
einstakar sýslur voru og hvernig atvinnuháttum og lands-
gæðum í þeim var farið. 1 flestum tilvikum var um litla
breytingu að ræða á þyngd fátækrabyrðarinnar í einstök-
um sýslum á tímabilinu nema í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og í Reykjavík. Á þessu homi landsins hafði mynd-
ast þéttbýlisvísir, þar sem atvinnuhættir gerðu það að
verkum, að ákaflega lítið mátti útaf bera til þess að
fjölmennur hópur manna kæmist á vonarvöl.
71) Sama heimild.