Saga - 1978, Síða 134
128
GÍSLÍ ÁGÚST GUNNLAUGSSON
býli, en í dreifbýli. Þessu til stuðnings má nefna, að í
Reykjavík segja skýrslurnar, að 8 einhleypir þurfamenn
af 68 hafi þarfnast sveitarstyrks af þessum sökum.73)
d) Andleg vanheilsa. Erfitt er að meta þann fjölda, sem
raunverulega var sveitarstyrks þurfandi sakir andlegrar
vanheilsu. Samkvæmt skýrslunum voru þeir alls 15U á
iandinu og skiptust þannig, að „brjálaðir" töldust 72, „geð-
veikir" 52 og „fábjánar“ 30. Ef litið er á skýrslur þær,
sem nefndinni bárust frá sveitarstjórnum og athugaðar eru
umsagnir um það fólk, sem til þessa flokks taldist, kemur
í ljós, að þær einkennast mjög af hleypidómum, en það
veldur því, að talan 155 er ótrúverðugri en ella. Sem dæmi
skal tekin skýrsla úr Hörgslandshreppi í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Skýrsla þessi, sem valin er af handahófi, er um
einhleypa þurfamenn, en þeir voru fardagaárið 1901—■
1902 alls 5 talsins í hreppnum. 3 þeirra töldust til þessa
hóps, og eru um þá svofelld ummæli í skýrslunni:
1. Jón Jónsson, aldur 69 ár, upphæð meðlags: 54,00 kr.
„Hann er farinn að heilsu og hefur alla tíð verið ræfill
og fáráður."
2. Jón Ásmundsson, aldur 45 ár, upphæð meðlags: 45,00
kr. „Ræfill og að mestu fábjáni.“
3. Bjami Bjarnason, aldur 25 ár, upphæð meðlags: 50.00
kr. „Fábjáni."74)
Eins og glöggt sést af þessum athugasemdum í skýrsl-
unni, er oft erfitt að dæma um raunverulegt andlegt at-
gervi þeirra, sem skýrslurnar segja styrkþurfi sakir and-
legrar vanheilsu. Engu að síður bendir hinn mikli fjöldi
þeirra (þó taka beri honum með nokkrum fyrirvara) til
þess, að um brýna þörf til að koma upp sérstakri stofnun
fyrir þetta fólk hafi verið að ræða, enda gerði nefndin
73) Skjalakassi nr. 20. Bóka- og skjalasafni Alþingis.
74) Sama heimild.