Saga - 1978, Side 136
130
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
ir“ og þess vegna ekki með öllu færir um að sjá sér far-
borða. Ákvæði fátækralagafrumvarpsins um kostnað af
sjúkrahúslegu og læknishjálp þurfamanna, voru einkum
ætluð til hagsbóta fyrir þetta fólk.
g) „RáSleysi og leti“. Alls 287 þurfamenn töldust til
þessa flokks. 233 þeirra voru fjölskylduþurfamenn, en 5h
einhleypir. Drykkjuskapur átti oft þátt í styrkþörf þessara
manna, auk þess sem þeir þóttu oft „þungir“, en ekki ó-
færir til vinnu. Nefndin kannaði, hvort sveitarstjórnir
teldu nauðsyn á, að upp yrði komið vinnustofnunum fyrir
menn af þessu tagi, en undirtektir bentu ekki til þess, að
þörf væri á slíkum stofnunum.
Þetta voru þær ástæður, sem samkvæmt skýrslum þeim,
er nefndinni bárust, lágu til þess, að menn urðu sveitar-
styrks þurfandi. Ekki liggja fyrir úttektir á þessu atriði
á 19. öld, þó að vafalaust væri unnt að gera könnun þar á
með því að rannsaka hreppabækur og umsóknir þurfa-
manna um sveitarstyrk. Þó verður að telja, að ástæðui’
fyrir styrkþörf á síðari hluta 19. aldar hafi verið nokkuð
svipaðar þeim, sem hér hefur verið fjallað um, en nánari
könnunar er þörf, áður en slíkt er fullyrt.
Það sem e.t.v. er athyglisverðast við skýrslur þær, sem
nefndinni bárust, er, að hvergi er atvinnuleysi borið við
sem orsök styrkþarfar, en atvinnuleysi var það atriði, sem
einkanlega neyddi menn til að leita ásjár sveitarstjórna, er
líða tók á þessa öld.
XI. Félagsleg sta&a þurfamanna
1 upphafi þessarar ritgerðar var nokkuð fjallað um
fátækralöggjöf á 19. öld og lagalega stöðu þurfamanna
í því sambandi. Eins og þar kom fram var réttindaleysi
þurfamanna nær algert. Þeir nutu ekki stjórnmálarétt-
inda (kosningaréttar og kjörgengis), svipta mátti þá fjáT'
forræði, þeir máttu ekki kvongast nema að fengnu leyf1