Saga - 1978, Síða 138
132
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
lögg'jöf, er gilti um leiguliða (Lög um bygging, ábúð og
úttekt jarða, 1884), því beinlínis, að efnalitlir leiguliðar
ynnu þær bætur á ábúðarjörðum sínum, sem þörf var á.
Af þessu leiddi, að grasbrestur, hafísár, náttúruhamfarir
eða tímabundin veikindi, gátu orðið þess valdandi, að stór
hluti efnalítilla bænda yrði að leita á náðir sveitarstjórna
með framfæri sitt.
Svipuðu máli gegnir um þurrabúðar- og lausamenn.
Stofninn í þessum atvinnustéttum myndaði fólk, sem bjó
við ákaflega þröng kjör, vann að störfum, sem oft voru
árstíðabundin og gáfu stopulli tekjur en landbúnaður. Fólk
úr öðrum atvinnustéttum, embættismenn, verslunarmenn,
efnameiri bændur og handverksmenn urðu sjaldan að leita
á náðir sveitarfélaga með framfæri sitt. Ráðningu vinnu-
hjúa var þannig háttað, að minni hætta var á því að þau
lentu á sveit fyrr en á efri árum, þó að vissulega séu þess
allmörg dæmi, einkum um stúlkur, sem áttu börn utan
hjónabands.
Samkvæmt þessu var efnasnauðum bændum, þurrabúð-
ar- og lausamönnum hættast við að verða sveitarstyrks
þurfandi. Þess ber þó að geta, að þar sem þessi athugun
er bundin við tvær sýslur, þar sem atvinnuhættir voru
mjög undir árferði og aflabrögðum komnir, er á engan
hátt fullvíst að sama máli gegni um aðrar sýslur eða lands-
hluta. Nánari rannsókna á þessu mikilvæga atriði er þörf,
einkum hvað varðar hættuna á, að vinnuhjú yrðu þurfandi
sveitarstyrks.
1 heild var félagsleg staða þurfamanna mjög í sam-
ræmi við lagalegt réttindaleysi þeirra. Það, að menn gátu
ekki framfleytt sér og sínum á eigin spýtur, varð þess
valdandi, að þeir urðu eins konar utangarðsmenn í þjóð-
félaginu, og litið var niður á þá. Þetta viðhorf alls þorra
manna til þeirra, sem af sveit þáðu, var að líkindum al-
mennara á fyi*ri hluta 19. aldar en það var undir aldarlok-
Títtnefndar skýrslur, sem milliþinganefndin aflaði sér fra
öllum sveitarstjórnum landsins, bera þó með sér, að enn