Saga - 1978, Síða 139
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 133
eimdi mikið eftir af þessu viðhorfi til þurfamanna. Um-
mæli svipuð þeim, sem getið var um í síðasta kafla (bls.
128) er næsta algengt að rekast á í skýrslunum. Lýsa þau
óneitanlega mjög neikvæðu og á tíðum ómannúðlegu við-
horfi til þurfamanna. Þá er að finna í þingræðum sam-
svarandi viðhorf, auk þess sem skáldsögur, ævisögur og
samtíma þjóðlífslýsingar bera hinni neikvæðu afstöðu al-
mennings til þurfamanna órækt vitni. I ræðu um milli-
þinganefnd í fátækramálum á alþingi 1901 komst Valtýr
Guðmundsson svo að orði um þá, er af sveit þáðu:
,,En þetta kemur ekki af því, að þessir hinir sömu menn
hefðu ekki alveg eins getað unnið fyrir sér hér á landi,
heldur af hinu, að ónytjungum er hér sýnd of mikil
miskunnsemi; þeir mega fara ofan í vasa dugnaðar-
mannanna og lifa á þeim. Þetta þarf að laga. Aðalorsök
þessa álags er sú, að hér þykir engin minkun að því, að
þiggj a af sveit. Menn heimta af sveitinni kaffi, sykur
og tóbak, auk heldur annað, og láta sér enga skömm
Þykja.“76)
Þessi ummæli Valtýs eru dæmigerð fyrir það viðhorf, sem
hér um ræðir. Eins og fram hefur komið í þessari ritgerð,
v°tu ástæður fyrir styrkþörf manna í flestum tilvikum
clprar en þær, „að hér“ þætti „engin minnkun að því, að
þiggja af sveit.“ Þvert á móti börðust fátækir bændur og
Þurrabúðarmenn við að framfleyta sér.og sínum. Viðhorf
eins og að „skulda engum neitt“ og „eiga fyrir útförinni"
voru ríkjandi í hugum þeirra, sem heyja urðu baráttu við
í'átæktina. Urðu og ýmsir þingmenn til að mótmæla þessari
skoðun Valtýs, m.a. Guðlaugur Guðmundsson, sem sagði
við þetta tækifæri:
,,En aftur á móti er eg ekki samdóma háttv. þm. Vestm.
(V. G.) um hitt, að ólagið komi eingöngu af miskunn-
76) Álþt. 1901, b, 585