Saga - 1978, Page 140
134
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
semi landsmanna eða meinleysi, eða af því, að Islending-
ar séu gjarnari til að liggja upp á sveitarsjóðunum en
aðrar þjóðir. Eg þekki að minnsta kosti alveg gagn-
stæðan hugsunarhátt, þar sem menn hafa beinlínis
stofnað heilsu sinni í voða og lagt á sig langvarandi
hungur til þess, að þurfa ekki að leita til sveitarsjóðsins.
En það sem ólagi þessu veldur, er án efa fyrirkomulag
sveitarstjórnanna og það, hve lítill hemill er hafður á
hreppsnefndunum, sem veita utanhreppsmönnum sveit-
arstyrk bara til að geta losnað við þá.“77)
Eflaust stendur lýsing Guðlaugs nær raunverulegu ástandi
fátækramálanna og afstöðu þurfamanna sjálfra til hlut-
skiptis síns en viðhorf Valtýs Guðmundssonar. Hinar
raunverulegu orsakir fátækrabyrðarinnar mátti rekja til
íslenskrar þjóðfélagsgerðar þessa tíma, hinnar miklu ör-
birgðar mikils þorra landsmanna og til vægðarlítilla af-
skipta sveitarstjórna af þeim, sem minna máttu sín í sam-
félaginu.
Vafalítið er, að hin háu útgjöld vegna framfærslunnar,
hafa átt mikinn þátt í því að móta afstöðu gjaldenda og
sveitarstjórna til þurfamanna. Fátækraútsvarið var
þyngsti skatturinn á gjaldendum, og sveitarstjómir lögðu
sig í líma við að losna við þá menn úr hreppnum, sem lík-
legir voru til að lenda á sveit. Þetta var næsta auðvelt,
þegar utanhéraðsmenn áttu í hlut. Sveitarstjórnir bein-
línis buðu slíkum mönnum sveitarstyrk, og ef þeir þáðu,
flutti viðkomandi sveitarstjórn þá oftast umsvifalaust fá-
tækraflutningi á framfærslusveit sína. Jafnframt eru dæmi
þess, að sveitarstjómir hafi gert menn hreppræka, þó að
þeir hefðu eigi þegið sveitarstyrk, ef líkur bentu til þess,
að þeir kynnu að verða hans þurfandi.78) Fátækraflutn-
T7) Alþt. 1901, B, 586.
78) Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk, Rvík 1976, bls. 48—51.