Saga - 1978, Page 141
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 135
ingar virðast þó hafa verið heldur á undanhaldi, er kom
fram um aldamót, ef marka má skýrslu Guðjóns.79)
Fátækrastyrkurinn gat verið með ýmsum hætti og var
veittur á tvenna vegu. Annaðhvort var hann lagður til
þeirra heimila, sem þurfamenn höfðu verið settir niður
á, eða hann var lagður til heimilis þurfamannsins sjálfs,
þ.e. væri hann búandi. Var styrkurinn ýmist í formi
klæðnaðar, matar eða peninga. Þurfamenn sjálfir höfðu
víðast lítil sem engin áhrif á úthlutun fátækrastyrkja eða
önnur framkvæmdaatriði framfærslunnar. 1 Reykjavík var
þó einn fátækrastjóri af þremur úr hópi tómthúsmanna,
og átti hann að gæta hagsmuna þeirra80) (einn fulltrúi
þeirra var og meðal sex bæjarfulltrúa Reykj avíkur, eftir
1846), en fátækrastjórn var það í lófa lagið að hunsa
óskir hans, ef henni svo sýndist.
Iðulega risu á þessum tíma dómsmál um sveitfesti
manna, þar sem hinum minnstu smugum var beitt af
sveitarstjórnum til að losna við þurfamenn af framfæri
sínu.81) Heldur virðist þó draga úr málaferlum af þessu
^agi, er dregur nær aldamótum, og er svo að sjá, sem af-
staða almennings og sveitarstjórna til þessa fólks væri
þá heldur mannúðlegri en áður. Ríkari skilnings tók að
gæta á málefnum þurfamanna í þeim skrifum, sem birtust
þetta efni í blöðum og tímaritum um aldamótin. Páll
Briem ritaði t.a.m. grein í Andvara 1889 (Nokkur lands-
^ál, einkum fátækramálið og skattamálið), þar sem hann
fjallaði um ástand framfærslumála á landinu af meiri
'9) Skýrsla Guðjóns Guðlaugssonar, bls. 35—36.
80) Skúli Þórðarson: Um fátækramál Reykjavíkur, Reykjavík í 1100
ár, Rvík 1974, bls. 154.
81) Gott dæmi um slíkt er dómsmál um sveitfesti Guðrúnar Magnús-
dóttur, frá miðri 19. öld. Urskurð í máli þessu er að finna í
Lovsamling for Island XVIII, bls. 370, auk þess sem málsat-
vik eru rakin í bók Lýðs Björnssonar: Saga sveitarstjórnar á
Islandi, I, Rvík 1972, bls. 178.