Saga - 1978, Page 143
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
137
XII. Fátækramálin á alþingi 1905 — Fátækralögin 1907
Miðvikudaginn 5. júlí 1905 var fátækralagafrumvarp
niilliþinganefndarinnar lagt fyrir efri deild alþingis sem
stjórnarfrumvarp, og mælti ráðherra, Hannes Hafstein,
fyrir frumvarpinu. Frumvarp nefndarinnar var mikill
bálkur í 7 köflum og 81 gr. Frumvarpið skiptist í kafla,
sem hér segir: I. kafli um framfærsluskyldu, II. kafli um
framfærslusveit, III. kafli um þaö, hvernig haga slculi
styrkveitingu, IV. kafli um vald sveitarstjórna yfir
þurfamönnum, V. kafli um viöskipti sveitarstjórna, VI.
kafli um sérstakan styrk úr landssjóöi og VII. kafli um þaö
hver lagaákvxöi sjeu numin úr gildi meö lögum þessum
°9 hvenær lögin öölist gildi o.fl.
Eins og þessi kaflaskipting ber með sér, var frumvarp-
hið ítarlegasta að allri gerð og setti nákvæm ákvæði um
flesta ef ekki alla þá þætti fátækraframfærslunnar, sem
®áli skiptu. Skal megininntak frumvarpsins rakið hér,
aður en fjallað verður um framgang þess á þingi.83)
Pyrsti kafli frumvarpsins (1.—30. gr.) fjallar um fram-
færsluskylduna. Samkvæmt ákvæðum kaflans áttu allir
þ^ir, sem ekki gátu framfleytt sér og skylduliði sínu sakir
í'átæktar, atvinnuleysis, vanheilsu eða annarra orsaka, rétt
a sveitarstyrk frá framfærslusveit sinni. Þetta er sam-
kvæmt frumvarpinu skylda hins opinbera gagnvart fá-
tseklingum, og var tilgangur fátækralaganna í raun sá
að gera hana að veruleika. Þrátt fyrir þetta var frænda-
fvamfærslan allvíðtæk samkvæmt frumvarpinu og bundin
Dakvæmum reglum. Samkvæmt þessum kafla frumvarps-
voru húsbændur gerðir framfærsluskyldir gagnvart
Júum sínum, ef þau slösuðust eða veiktust. Hér var þó
ekki um nýmæli að ræða, þar sem ákvæði þessa efnis voru
) Hér verður stuðst við frumvarp nefndarinnar, eins og það er
Prentað í álitsgerð hennar, bls. 40—57 og athugasemdir nefnd-
arinnar við einstakar greinar þess, bls. 57-—85.