Saga - 1978, Page 144
138
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
í tilskipun um vinnuhjú frá 1866. Sama gilti um útgerðar-
menn gagnvart sjómönnum í þeirra þjónustu og iðnmeist-
ara gagnvart lærlingum. Þá felur kaflinn í sér ákvæði um
að sveitarstjórn geti tekið að sér framfærslu þurfamanns
á kostnað lögboðins framfærslumanns hans, sinni hann
ekki framfærsluskyldu sinni eða fari illa með hinn fram-
færða. Upphæð meðlags skyldi ákveðast af sýslumanni
eða bæjarfógeta.
1 öðrum kafla frumvarpsins (31.—45. gr.) er fjallað
um framfærslusveit og sveitfesti. Samkvæmt ákvæðum
þessa kafla er hver hreppur eða bæjarfélag sérstakt fram-
færsluumdæmi. Börn yngri en 15 ára fylgdu framfærslu-
sveit föður síns, ef báðir foreldrar voru á lífi og höfðu
eigi skilið að lögum. Að öðrum kosti fylgdu böm fram-
færslusveit þess foreldris, er þau voru hjá. Þeirri sveitfesti,
er maður átti við 15 ára aldur, hélt hann, þar til hann ávann
sér hreppshelgi annars staðar. Nefndin klofnaði í afstöðu
sinni til þeirrar tímalengdar, er dveljast þurfti samfellt
í hreppi til að öðlast þar sveitfesti. Meirihluti nefndarinn-
ar vildi binda lengd sveitfestitímans við 2 ár, en minni-
hlutinn (Guðjón Guðlaugsson) við 10 ár, eins og verið
hafði frá 1848. Guðjón taldi, að stytting sveitfestitímans
mundi hafa í för með sér tíðari hreppaflutninga og hrakn-
inga á þurfamönnum. Jafnframt hugði hann styttingu
sveitfestitímans geta leitt til þess, að menn yrðu hraktn'
úr framfærslusveit sinni, þar eð auðveldara yrði fyrir
sveitarstjórnir „að koma mönnum af sjer á aðra hreppa.
til þess að gjöra þá þar sveitlæga á stuttum tíma en löng-
um.“84) Þá taldi Guðjón líklegt, að stytting sveitfestitím-
ans yrði til þess, „að fátækt eða lasburða fólk“ mætti mót-
spymu, ef það hygðist flytjast í aðrar sveitir en fram-
færslusveit sína. Yrði stytting sveitfestitímans því,
mati Guðjóns, til að hamla mönnum að leita sér betri kjara
og takmarkaði því atvinnufrelsi manna.
84) Nefndarálit, bls. 80.