Saga - 1978, Page 145
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
139
Meirihluti nefndarinnar (Jón Magnússon og Magnús
Andrésson) töldu styttinguna þvert á móti mikilvægustu
forsendu aukins atvinnufrelsis og mundi hún stuðla að
ttiinni mismunun lands- og sjávarsveitanna hvað varðaði
byngd fátækrabyrðarinnar. Þeir, sem flyttust til sjávar-
plássanna í leit að atvinnu, yrðu þar sveitfastir með auð-
veldara móti en fyrr, þannig að minna yrði um, að þurfa-
menn þyrftu að hrökklast heim á framfærslusveit sína
eftir áralanga dvöl fjarri heimahögum.
Þriðji kaflinn (46.—53. gr.) fjallar um það, hvernig
styrkveitingum skyldi háttað. Sveitarstjómum var falið
^ð úthluta sveitarstyrk á þann hátt, að bæði væru tryggðir
hagsmunir sveitarfélagsins og þurfamannsins. Niðurboð
a framfærslu þurfamanna voru bönnuð, en sveitarstyrk-
Ur skyidi veittur heimili þurfamanns, eða þurfamanni kom-
ið fyrir á góðu heimili, sjúkrahúsi, vinnu- eða framfærslu-
stofnun. Eörnum yngri en 15 ára mátti sveitarstjórn
koma fyrir á góðum heimilum „hjá siðsömum og ráðdeild-
arsömum bændum.“ Fátækrastjóm var gert skylt að
^inna þeim börnum betra heimili, er foreldrar veittu eigi
somasamlegt uppeldi eða færu illa með. Var sóknarpresti
^ort að hafa nákvæmt eftirlit með börnum, sem sett voru
Piður á þennan hátt, svo og öðrum niðursetningum í sókn
sinni og tilkynna lögreglustjóra í viðkomandi umdæmi, ef
^isbrestir voru á umönnun þeirra.
Fjórði kafli frumvarpsins (54.—63. gr.) fjallar um
Vald sveitarstjórna yfir þurfamönnum. Til grundvallar
Pessum kafla frumvarpsins lagði nefndin lög nr. 20 frá
^7 „um sveitarstyrk og fúlgu.“ Svipar ákvæðum kaflans
bví
mjög til ákvæða fyrmefndra laga. Þannig var sá, sem
begið hafði sveitarstyrk, skyldur til að endurgreiða hann
sveitarfélaginu sem hverja aðra skuld. Sveitarstyrkur,
sem veittur var til framfærslu barns undir 15 ára aldri,
Var talinn til skulda foreldra bess, en styrkur, sem veittur
kaupa á kennslubókum eða öðrum kennslugögnum
anda börnum, svo og til að standa straum af greftrunar-