Saga - 1978, Qupperneq 146
140
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
kostnaði, skyldi ekki afturkræfur. Samkvæmt ákvæðum
þessa kafla skyldi þurfamaður fara í hverja þá viðunandi
vist, sem sveitarstjórnin ákvæði. Óhlýðnaðist þurfamaður
skipun sveitarstjórnar, mátti kæra hann fyrir sýslumanni
eða bæjarfógeta, og skyldi hann sæta sektum eða fangelsi,
ef þörf krefði. Þurfamaður gat þó skotið máli sínu til þess-
ara aðila, teldi hann vist sína óviðunandi, en varð að hlýðn-
ast skipun sveitarstjórnar, uns úrskurður sýsluyfirvalda
lá fyrir. Sá, er vitandi hýsti þurfamann, skyldi lögsækjast
og gert að greiða allt að 100 kr. í fátækrasjóð sveitarfé-
lags síns. Þeim, er flytjast vildu af landi brott, mátti gera
skylt að setja tryggingu fyrir því, að vandamenn þeirra
yrðu ekki til sveitarþyngsla hérlendis næstu 3 ár eftir
brottflutning þeirra. Svipta mátti þurfamann fjárforræði,
sinnti hann eigi endurgreiðsluskyldu sinni fyrir þeginn
styrk, en heimilt var sveitarstjórn að gefa honum upp
skuldina, væru 5 ár liðin, frá því er hann síðast þáði af
sveit. Þá voru í þessum kafla ákvæði um, að þeir, er hefðu
þegið sveitarstyrk næstu 5 ár á undan, mættu eigi kvong-
ast, nema leyfi framfærslusveitar brúðgumans kæmi til.
Skyldu brúðhjón jafnan sanna það með vottorði fyrir
embættismanni þeim, er vígsluna framkvæmdi, að þess-
háttar meinbugir væru ekki á ráði þeirra.
Fimmti kaflinn (64.—77. gr.) fjallar um viðskipti sveit-
arstjórna innbyrðis. Samkvæmt honum skyldi dvalarsveit
veita sveitarstyrk, og eiga endurkröfurétt á % hlutum
hans af framfærslusveit þurfamannsins, en standa sjálf
fyrir i/g hluta skuldarinnar. Var þetta nýmæli, sem átti
að draga úr þeirri misbeitingu styrkjanna af hálfu dvalar-
sveitar, sem um er rætt á bls. 134. Áður en dvalarsveit
veitti slíkan styrk, bar henni að taka af þurfamanni na-
kvæma æviferilsskýrslu og tilkynna framfærslusveitinni
um styrkveitinguna innan hálfs mánaðar, en íyrirgera
endurkröfurétti sínum ella. Ef þurfamaður hafði þegið
100 kr. í styrk af dvalarsveit sinni, gátu framfærslusveit
og dvalarsveit krafist fátækraflutnings. Dvalarsveit 8'at