Saga - 1978, Blaðsíða 148
142
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
en 15 ára aldursmarkið virðist nefndin hafa tekið athuga-
semdalaust úr norsku lögunum. Allmiklar umræður urðu
um frumvarpið á þingi, þó að þingmenn væri yfirleitt sam-
dóma um, að milliþinganefndin hefði unnið starf sitt af
stakri prýði. Nefnd var kosin í málið í efri deild að aflok-
inni framsöguræðu ráðherra. Nefnd þessi gerði 22 breyt-
ingartillögur við frumvarpið, Flestar voru þær smávægi-
legar, en nokkrar fólu í sér verulegar efnisbrejrtingar á
frumvarpinu. Gerði Guðjón Guðlaugsson formaður þing-
nefndarinnar grein fyrir þessum tillögum í framsöguræðu
sinni við aðra umræðu, en þessar voru helstar: 1) að sveit-
festitíminn skyldi áfram vera 10 ár, 2) að fæðingarhrepp-
urinn skyldi jafnan ráða sveitfesti manna, en ekki sá hrepp-
ur, er foreldrar þeirra voru sveitfastir í, þegar menn náðu
16 ára aldri, 3) að sjóðbók sé sönnun fyrir þegnum sveit-
arstyrk, ef meirihluti hreppsnefndar eða oddviti hafa und-
irritað færsluna, 4) að felld yrðu niður tímaákvæði (5
ár) í sambandi við þá tímalengd, sem fólk varð að hafa
verið án sveitarstyrks til að mega ganga í hjónaband, og
5) að í stað 150 króna skyldu sveitarsjóðir greiða fyrstu
200 krónurnar af kostnaði vegna sjúkrahúslegu þurfa-
manna. Liðir 1, 2 og 4 boðuðu því í raun afturhvarf til
fyrri laga.
Aðrar þær breytingartillögur, sem nefndin gerði við
frumvarpið, snertu ekki efnisatriði þess, heldur fólu ein-
ungis í sér orðalagsbreytingar eða samræmingu á ein-
stökum greinum frumvarpsins við lög svipað eðlis.86)
Umræður um frumvarp milliþinganefndarinnar snerust
nær eingöngu um ákvæði þess um styttingu sveitfestitím-
ans í tvö ár. Áður hefur verið getið um, að meirihhiti
þeirra þingmálafundargerða, sem alþingi bárust árin 1901
og 1903 og fólu í sér ályktanir um fátækramálefni hafi
óskað eftir styttingu sveitfestitímans. Nú brá svo við,
að af þeim UU þingmálafundargerðum, sem alþingi bárust
85) Alþt. 1905, A, þingskjal 129, bls. 418—423.