Saga - 1978, Page 150
144
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
væri ekki gerlegt að láta framgang þess stranda á ágrein-
ingi um þetta atriði. Mætti og breyta lengd sveitfestitím-
ans síðar, kæmi fram eindregin ósk frá þjóðinni þar að
lútandi. Var frumvarpið því samþykkt í einu hljóði frá
efri deild með þeim breytingum, er þingnefndin lagði til,
og sent til neðri deildar.
Föstudaginn 4. ágúst kom frumvarpið fyrir neðri deild.
Var málið að lokinni framsöguræðu ráðherra sett í nefnd
og síðan vísað til 2. umræðu. Allmiklar umræður urðu um
málið við 2. og 3. umræðu, og snerust þær nær einvörð-
ungu um lengd sveitfestitímans. Nefnd sú, sem kosin var
í málið, taldi eðlilegast, að sveitfestitíminn yrði bundinn
við 5 ár, þó að ekki flytti hún tillögu þar að lútandi, þar
sem slík tillaga gæti torveldað framgang þess. Var frum-
varpið samþykkt í einu hljóði og vísað til 3. umræðu. Við
3. umræðu flutti Ólafur ólafsson breytingartillögu um,
að sveitfestitíminn yrði styttur í 5 ár. Kvaðst Ólafur eink-
um flytja þessa tillögu til að brúa bilið milli land- og 'sjáv-
arsveitanna, hvað þyngd fátækrabyrðarinnar varðaði.
Guðlaugur Guðmundsson formaður þingnefndar neðri
deildar kvaðst samþykkur breytingartillögunni, en Jón
Magnússon lýsti sig andvígan henni og kvaðst einungis
fella sig við styttingu hans í 1—2 ár. Að þessum umræðum
loknum var gengið til atkvæða um tillögu Ólafs, og féll hún
að viðhöfðu nafnakalli með 15 atkv. gegn 12. Var frum-
varpið í heild síðan samþykkt með 19 atkv. og endursent
forseta efri deildar.
Á fundi efri deildar 26. ágúst kom frumvarpið til einn-
ar umræðu. Voru orðalagsbreytingar þær, sem neðri deild
gerði við frumvarpið, samþykktar, og frumvarpið afgreitt
til stjómarinnar sem lög frá alþingi. Tókst því ekki að ná
fram styttingu sveitfestitímans, sem hélst 10 ár fram til
1923.
Konungur staðfesti lög þessi 10. nóvember, sama dag
og sveitarstjómarlög þau, sem milliþinganefndin vann