Saga - 1978, Page 152
146
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
skyldi veittur öllum þeim, er ekki gátu séð sér og sínum
farborða sakir veikinda, fátæktar eða atvinnuskorts, eða
af öðrum ástæðum. Sveitfesti var áfram bundin við 10 ára
dvöl í hreppi eftir 16 ára aldur og þeginn sveitarstyrkur
var álitinn skuld við sveitarsjóð, er þó mætti gefa upp, er
5 ár voru liðin frá því að maður þáði af sveit. Niðurboð
á framfærslu þurfamanna voru bönnuð og sóknarprestar
skyldu fylgjast með því, að þurfamenn væru eigi harð-
rétti beittir. Misbrest í þessu efni skyldu sóknarprestar
kæra fyrir lögreglustjórum, sem áttu að hafa eftirlit með
fátækrastjórn. Dvalarsveit skyldi veita fátækrastyrk, en
átti endurkröfurétt á % hlutum hans af framfærslusveit-
inni. Skyldi dvalarsveitin taka nákvæma æviferilsskýrslu
af styrkþega og tilkynna framfærslusveitinni um styrk-
veitinguna innan hálfs mánaðar, en fyrirgera endurkröfu-
rétti sínum ella. Færi þurfamaður á sjúkrahús að læknis-
ráði, bar framfærslusveit hans að kosta dvölina allt að
200 kr., en landssjóður greiða umframkostnaðinn, þó ekki
nema fyrir tvo þurfamenn úr sama byggðarlagi í senn. 1
frumvarpinu voru og mjög nákvæm ákvæði um fram-
færsluskyldu ættmenna og um heimildir sveitarstjóma til
að knýja menn til að sinna framfærsluskyldu sinni.89)
Með lögum þessum varð engin breyting á þeirri réttar-
skerðingu sem fylgdi í kjölfar veitingu sveitarstyrks. Eft-
ir sem áður voru þurfamenn sviptir stjórnmálaréttind-
um og fjárforræði og varð engin breyting á þessu fyrr en
með fátækralögunum 1935.
Þótt starf milliþinganefndarinnar væri þannig að mestu
innan þess ramma, er fátækraframfærslunni hafði verið
markaður af fyrri lögum um þetta efni, er að finna í lög'
unum vísi að útvíkkun á þeim skilningi, sem lagður hafði
verið í tilgang félagsmálalöggjafar hér á landi. Islensk
félagsmálalöggjöf á 19. öld var nær einvörðungu bundm
við framfærslu fátæklinga í þrengsta skilningi annars
8D) Stjt. 1905, bls. 264—295, lög nr. 44.