Saga - 1978, Page 157
HELGI SKÍJLI KJARTANSSON
Vöxtur og myndun þéttbýlis
á íslandi 1890-1915
Markmið þessarar greinar er að athuga vöxt þéttbýlis
á Islandi 1890-1915, einkum með það í huga, hvenær á
tímabilinu vöxtur og myndun bæja hafi verið örust.1
Hægast er að átta sig á fólksfjölda í bæjum og þorpum
nálægt aðalmanntölunum, sem tekin voru síðla árs 1890,
1901, 1910 og 1920. Á Hagstofunni hefur verið unnið úr
tiltækum heimildum um þetta efni,2 og er aðalniðurstöð-
unni fljótlýst: Þéttbýli er þessa þrjá áratugi ört vaxandi
á Islandi og þó sýnu örast árin 1902-1910.
Reykvíkingum■ fjölgaði úr tæpum fjórum þúsundum
1890 í nær átján þúsund 1920 eða úr 5,5 % þjóðarinnar í
19%. Árleg meðalfólksfjölgun í bænum er mest árin 1902-
1910, 6,3 fc, en 5,1 % ellefu árin á undan og b,3% áratuginn
á eftir.
I öllum bæjum og þorpum með 200 íbúa hið fæsta telj-
1 Hér er eiginlega verið að fylgja eftir láuslegri athugun í sömu
átt, sem birt var í fyrra: Helgi Skúli Kjartansson: „Urbaniser-
ingen pá Island ca. 1865-1915“ í: Grethe Authén Blom (útg.):
Urbaniseringen i Norden III. Industrialiseringens forste fase
(Det XVII. nordiske historikermote, Trondlieim 1977), Oslo,
Bergen, Tromso, 1977, bls. 245-260; þar er efni þessarar grein-
ar rætt á bls. 249-251.
2 Þessar upplýsingar eru dregnar saman í Tölfræðihandbók 197U
(Hagskýrslur íslands II, 63), Rvík 1976, bls. 21—25. Þar er
farið eftir upplýsingum manntalsskýrslnanna, svo langt sem þær
ná, en raunar mun talsvert hafa þurft að sækja til hinna ár-
legu prestsmanntala 1890 og 1901.