Saga - 1978, Page 158
152
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ast hálft níunda þúsund manna 1890, en nær 42 þúsund
1920 og- hafði þá fjölgað úr 12% í 44% af þjóðinni. Aftur
er fólksfjölgunin örust 1902-1910, d,4% á ári, en 5,9%
og 3,6% manntalstímabilin á undan og eftir.
Við þennan samanburð skiptir ekki miklu máli, hvar
þéttbýlismörkin eru dregin, því að litlu þorpin vega ekki
þungt í heildinni. Ef íbúamörkin væru færð niður í 50,
myndu bætast við þéttbýlisbúar, sem næmi 1,6% þjóðar-
innar 1890 og 2,0% 1920. En væru mörkin hækkuð í 800
íbúa, féllu þar með úr hópi þéttbýlisbúa 1,0% 1890 og
1,3% 1920.
Hinn öra þéttbýlisvöxt snemma á 20. öld hafa menn að
sjálfsögðu tengt við hinar öru umbætur í sjávarútvegi á
sama skeiði. Þannig segir í Islandssögu Egils Stardal:3
Vélvæðing fiskveiðiflotans átti mestan þátt í vexti kaup-
staðanna við sjávarsíðuna. Allir þessir kaupstaðir uxu
upp samfara aukinni útgerð og sjávarafla, og þegar vél-
bátaútgerð hófst, stækkuðu þeir óðfluga á örfáum ár-
um úr smáum kauptúnum upp í allstóra bæi ... Jafn-
framt útgerðinni óx verzlun og iðnaður, sem henni
fylgdi, og um leið skapaðist markaður hjá bændum í
nágrannasveitum kaupstaðanna fyrir búsafurðir.
Á sama hátt segir Þorsteinn M. Jónsson um upphaf
togaraútgerðar og vélbátaútvegs árið 1904:4 „Þetta varð
til þess, að aðstreymi fólks varð meira til sjávarsíðunn-
ar en áður. Sérstaklega fóru þá fólksflutningar að aukast
mjög til Reykjavíkur og hafa síðan síaukizt."
Fyrir nokkrum árum tók ég saman tölur um fólksfjölg-
3 E. J. Stardal: Islandssaga. Lesbók fyrir frannhaldsskóla, Rvík
1970, bls. 264.
4 Þorsteinn M. Jónsson: Stofnsaga Framsóknarflokksins, Rvik
1960, bls. 13.