Saga - 1978, Page 159
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 153
un í Reykjavík frá ári til árs á þessu tímabili, og virðist
hún þar vera örust frá aldamótum og til 1908 eða því sem
næst, en heldur draga úr henni um það bil og fram yfir
fyrri heimsstyrjöld.5 Ekki þorði ég þó að taka meira mark
á þessu en svo að kalla það „athyglisvert ..., að ekki
verður nein stökkbreyting á fólksfjölgun í Reykjavík um
1907, þegar togaraútgerð hófst þar að marki. ... togar-
arnir gerðu Reykjavík aðeins fært að vaxa áfram jafnört
og hún hafði gert um 15 ára skeið."6 7 Þó langaði mig að
bera þessa óvæntu niðurstöðu saman við gögn um aðra
bæi og leitast nú við að gera það í þessari grein.
Heimilda hef ég aðeins leitað í prentuðum hagskýrslum,
nánar sagt mannfjöldaskýrslum áranna 1889-1915.7 Þær
eru svo til komnar, að prestar töldu sóknarbörn sín, um
leið og þeir húsvitjuðu, og gáfu skýrslu um fjölda þeirra,
kyn og aldur miðað við áramót. Prentuðu skýrslurnar eru
jafnan kenndar við árið á undan, þ.e.a.s. þær taka til mann-
fjölda í árslok.
Frá 1889 fylgir jafnan mannfjöldaskýrslunum slcrá um
mannfjölda í kaupstö&um og verzlunarstööum. Oftast
munu þær upplýsingar vera beint frá prestunum, en stund-
um er tekið fram, að útgefendur skýrslnanna hafi þurft,
uieð góðra manna hjálp, að gizka á skiptingu sumra sókna
ttúlli kauptúns og sveitar.8 Lengi vel eru tíunduð þorp
nieð örfáum íbúum, en 1910 eru aðeins talin þorp með 100
íbúum eða fleirum, og 1911-1915 eru þau þorp ein talin,
sem höfðu 100 íbúa flest þau ár. Því nær þessi athugun
5 Helgi Skúli Kjartansson: „Fólksflutningar til Reykjavíkur
1850-1930“ í: Reykjavík í 1100 ár, Rvík 1974, bls. 255-284;
sjá bls. 259.
c Tilvitnuð grein, bls. 261-262.
7 Heimildarstaðirnir eru taldir upp í athugasemdum við töflu I.
8 Stjómartíðindi C 1891, 53; 1893, 115; 1894, 124; Landshag-
skýrslur fyrir ísland 1905, 14-15; 1906, 107; 1909, 142 nm., 144
nm.