Saga - 1978, Side 164
158
HELGI SKULI KJARTANSSON
til þeirra þéttbýlisstaða einna, sem tölur eru til um í síð-
astnefndri skýrslu, og þeir aðeins taldir til þéttbýlis þau
ár, sem íbúafjöldi þeirra náði hundraði; þetta er þvinguð
skilgreining, en það sakar í rauninni lítið vegna þess, hve
lítið munar um íbúafjölda smáþorpanna.
Tafla I sýnir upp gefinn íbúafjölda þeirra 41 þéttbýlis-
staðar, sem hér um ræðir, í lok hvers árs 1889-1915, svo
framarlega sem þeir ná stærðarmarkinu. Til fróðleiks eru
settar í töfluna innan sviga íbúatölur sumra staðanna,
eftir að þeir ná 50 íbúum, en þær tölur eru hér ekki notað-
ar við neina úrvinnslu. 1 neðstu línum töflunnar er sýnd-
ur heildarmannfjöldi þéttbýlisins hvert ár, bæði í beinum
tölum og sem hundraðshluti af mannfjölda landsins alls.9
En er heimildargildi þessara talna slíkt, að af þeim
verði dregnar nokkrar nákvæmar ályktanir um vöxt þétt-
býlis í landinu? Sannarlega má búast við margs konar
skekkjum og ónákvæmni í þeim.
Framkvæmd prestamannatalanna var ekki slík, að af
þeim mætti vænta neitt viðlíka traustrar niðurstöðu og af
aðalmanntölunum. Væntanlega eru einhverjir tvítaldir,
bæði á lögheimili sínu og dvalarstað eða bæði á fyrri og
seinni dvalarstað, ef þeir fluttust um húsvitjanaieytið. Þá
gat húsvitjun farizt fyrir að meira eða minna leyti eitt
og eitt ár, og er þá trúlegt, að mannfjöldatölur prestsins
séu ágizkanakenndar. Og sérstaklega er hætt við hreinni
vantalningu, að prestur yrði ekki allra var við húsvitjun.
Enda sýna útgefendur mannfjöldaskýrslnanna fram á það
9 Hundraðshluti af fjölda landsmanna, eins og hann er áætlaður í
Tölfræöihandbók 1971, bls. 10. Ekki virtist ástæða til að nota
ónákvæmari heildartölur mannfjöldaskýrslnanna sjálfra í þeirri
von, að skekkjur þeirra og þéttbýlistalnanna gangi í sömu átt og
vegi þannig hvor aðra upp. Að jafnaði myndu þær gera það, en
trúlega að svo litlum og breytilegum hluta, að lítið væri unnið
við það.