Saga - 1978, Blaðsíða 165
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 159
með samanburði við aðalmanntöl, að talsvert muni vanta
á fólksfjöldatölur þeirra. Árið 1901 reiknast, að vanti 1226
manns, langflest karla, og telur útgefandi, Indriði Ein-
arsson, að flestir hafi fallið undan „í stærri kaupstöðun-
um og í þeim kaupstöðum, sem vaxa fljótt.“ Einkum sé
um að ræða fólk, sem dvelst þar um stundarsakir, hafi
ekki fengið leyfi til að setjast þar að og sé ekki getið við
húsvitjun.10 Erfiðara er að bera aðalmanntalið saman við
mannfj öldaskýrslur ársins á undan, því að fólksflutn-
ingar landa á milli raska samanburðinum. Hafi útflytj-
endur umfram innflytjendur verið fleiri en 40 árið 1901,
hefur vantað þeim mun meira í mannfjöldaskýrslurnar
í upphafi þess árs en við lok þess. Nú hafa vesturfarar
líklega verið um 400 á árinu* 11 og innflytjendur varla
nærri svo margir. Virðist því frekar, að skýrslur fyrri
ára séu enn lakari en manntalsárið, enda hægara fyrir
presta að henda reiður á fjölda sóknarbama sinna að ný-
loknu manntali. Á það bendir Georg Ólafsson, þegar hann
gefur út mannfjöldaskýrslur ársins 1910 og sér, að í þær
vantar, miðað við aðalmanntalið, aðeins 204 manns (flesta,
að því er virðist, á Akureyri).12
Frá 1902 fór fram í Reykjavík árlegt manntal á vegum
lögreglustjóra, e.t.v. ekki hárnákvæmt, en þó er hægara að
treysta því sem manntali en húsvitjun dómkirkjuprests-
ins.13 Þetta er sérstaklega mikils vert af því, að Reykja-
vík var svo stór hluti alls þéttbýlisins, að skekkjur á fólks-
fjöldatölum hennar geta haft veruleg áhrif á samtölu
aUra bæjanna. Auðvitað má einnig vænta skekkja í tölum
10 Landshagskýrslur 1904, 38-41.
11 Helgi Skúli Kjartansson: „Vesturfarir af lslandi“ (óprentuð
prófritgerð á Háskólabókasafni, kandídatspróf í sagnfræði
1976), bls. 150-152.
12 Landshagskýrslur 1911, 204.
13 Stjórnartíðindi A 1901, 66-69; 1907, 428; B 1902, 68-69; Lands-
hagskýrslur 1904, 44.