Saga - 1978, Page 166
160
HELGI skúli kjartansson
minni bæjanna, en þær eru líklegar til að vera svipaðar
frá ári til árs: talning batni í einu plássi, þegar hún verð-
ur lakari í öðru.
Eitt er að telja rétt alla landsmenn, annað að afmarka
bæina réttilega. Fyrr er þess getið, að prestar gerðu ekki
alltaf glögga grein fyrir íbúafjölda í þéttbýli. En jafn-
vel þótt þeir gerðu það svo, að ógrunsamlegt væri í aug-
um útgefanda skýrslnanna, gátu þær upplýsingar verið
ónákvæmar. 0g þótt þær væru nákvæmar, hafa þær að
jafnaði átt við þá eina, sem bjuggu á útmældri verzlunar-
lóð, en raunverulegt þéttbýli gat náð út fyrir hana, og jafn-
vel gat einnig verið raunveruleg sveitabyggð innan henn-
ar. Verst er, ef prestarnir hafa skilgreint þorpin með
ólíkum hætti frá einu ári til annars. Sumar tölur í töflu I
vekja grun um slíkt, þótt ekki verði reynt hér að stað-
festa það.14
Enn ber þess að geta, að nokkur þorp hafa á tímabilinu
náð 100 íbúum án þess að vera orðin löggiltir verzlunar-
staðir. Þá vantar þau í mannfj öldaskýrslurnar og þar
með í töflu I.
Að öllu saman töldu verður að ætla, að raunverulegir
þéttbýlisbúar séu verulega vantaldir í töflu I. Líklega fer
þeim heldur fækkandi, a.m.k. hlutfallslega, sem beinlínis
vantar í mannfjöldaskýrslurnar. Sú fækkun mun gerast
nokkuð í þrepum 1901 og 1910. Hinum mun trúlega fara
jafnt og þétt fjölgandi, sem taldir eru til dreifbýlis af því,
að þorp séu vaxin út fyrir mörk verzlunarlóðanna. Hér
við bætast tilviljanakenndar skekkjur af ýmsu tagi, sem
vonandi gætir lítið, ef litið er í einu á marga bæi um
14 Bera má saman tölur töflu I um Eyrarbakka og Stokkseyri og
tölur Vigfúsar Guðmundssonar (Saga Eyrwrbakka II, 1, Rvík
1949, bls. 209), sem hann vinnur upp úr húsvitjunarbókum, en
afmarkar þorpin eftir eigin staðþekkingu. Munurinn er fróðleg-
ur, en eykur ekki traustið á nákvæmni mannfjöldaskýrslnanna.