Saga - 1978, Page 167
VÖXTUE OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 161
nokkurra ára bil. En mikla gætni þarf til að lesa úr mann-
fjöldaskýrslunum fólksfjöldasögu einstakra bæja og
þorpa frá ári til árs.
Að þessum varnöglum slegnum er nú komið að töflu II,
sem sýnir fjóra mismunandi mælikvarða á vöxt þéttbýlis-
ins alls ár frá ári. Fyrst er sýnd fjölgun þéttbýlisbúa
samkvæmt töflu I. Þar næst árleg breyting þess hundraös-
hluta landsmanna, sem telst til þéttbýlis í töflu I. Aftur
er ibúafjölgunin sýnd, en nú sleppt þeirri fjölgun (eða
fækkun), sem stafar af því, að ný þorp séu að bætast í
(eða hverfa úr) tölu þéttbýlisstaðanna eða mörkum þeirra
sé með vissu breytt. Þannig er hér aðeins hluti þéttbýlis-
ins tekinn til athugunar ár hvert, en að vísu langstærstur
hlutinn. I síðasta dálki er fólksfjölgun dálksins á undan
tjáð sem hundraöshluti af ibúafjölda í ársbyrjun.
Niöurstööur töflu II má draga saman á þessa leið:
Árin 1890-1892 er ekki að sjá, að þéttbýlisbúum fjölgi
örar en öðrum landsmönnum. En 1893-1897 sýnist þeim
íjölga um nálægt 4.% á ári, saman borið við 1% árlega
íjölgun þjóðarinnar allrar. Misgóð skráning frá ári til
árs, sérstaklega í Reykjavík, kann að skekkja þessa hundr-
aðstölu verulega einstök ár, og því er ekki víst, að árin
1893 og 97 séu nákvæmlega rétt markaár þessa skeiðs,
en um meðalvöxt þéttbýlis á þessu árabili skeikar naum-
ast stórkostlega.
Þá koma árin 1898-1907 með mjög breytilegum þétt-
býlisvexti frá ári til árs, en að meðaltali býsna örum, yfir
á ári, ef marka má síðasta dálk töflu II. Nú er þessi
lala sennilega of há, og kemur þar þrennt til. Manntalið
1901 hefur líklega leitt til betra framtals fólksfjöldans í
^aannf j öldaskýrslum, og kunna þær að hafa búið nokkuð
að því næstu árin. I annan stað koma Reykvíkingar sjálf-
Sagt betur en áður til skila frá 1902, þegar farið var að
^eUa þá með skipulegum hætti. I þriðja lagi kemur alltaf
11