Saga - 1978, Page 169
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 168
á hinni lágu íbúatölu Stokkseyrar 1902, heldur er fjölguninni 1902
°g 1903 jafnað á bæði árin. Þá eru 300 dregnir frá íbúafjölgun
Stokkseyrar 1905, enda er talið í mannfjöldaskýrslunni (Lhsk. 1906,
107, sbr. Lhsk. 1905, 14), að sú fjölgun stafi af réttari afmörkun
þorpsins.
Frá fjölgun á Hellissandi 1907 eru dregnir 176, sem er hlutur
Keflavíkur. Fækkun í þorpunum báðum saman til 1909 er af handa-
Kófi talin til ársins 1908; hún nemur 7 íbúum.
Bolungavík er sleppt 1909, því að þá fjölgar íbúum þar vegna
breyttrar afmörkunar (Lhsk. 1910, 97).
I Vestmannaeyjum voru kauptúnsbúar oftaldir 1907 (Lhsk. 1909,
142, nm.); því er fólksfjölgun þar áætluð jöfn bæði árin 1907 og
1908. Afmörkun þorpsins er breytt 1911 (Lhsk. 1912, 263 nm.). Á
eynni allri telst fólki hafa fjölgað um 192 (Llisk. 1911, 203; 1912,
262), og er sú tala hér notuð fyrir kauptúnið.
Fækkun á Seyðisfirði 1910 er aðeins miðuð við kaupstaðinn sjálf-
an, en frá dreginn íbúafjöldi Þórarinsstaða- og Hánefsstaðaeyrar
í ársbyrjun.
Fjölgun í Hm'fsdal 1911 er miðuð við fólksfjölda í árslok eins og
Lhsk. telja (1912, 264), en ekki við hærri tölu Hsk., sem notuð er í
töflu I.
fram óeðlilega hátt meðaltal, þegar bútur úr sveiflu-
kenndri talnaröð er afmarkaður með því að byrja og
enda vísvitandi á hárri tölu. Ein leið til að draga mjög
úr slíkum skekkjum er sú að nota keðjumeðaltöl, þ.e.a.s.
að í stað hverrar einstakrar tölu sé sett meðaltal hennar
°S nokkurra næstu talna. Hér sýnist fullnægjandi að nota
^ ára keðjumeðaltöl, þannig að fyrir. árið 1898 sé látið
&ilda meðaltal áranna 1896-1900 og svo koll af kolli.
•Með slíkum reikningshætti yrðu fólksfjölgunartölur ár-
ar>na 1898-1907 að meðaltali 6,9%, og þá tölu má lík-
h-'ga lækka niður undir 6 vegna áhrifa aðalmanntalsins og
arlegu manntalanna í Reykjavík. Hitt stendur þó, að þétt-
býlid vex þessi árin mun örar en árin á undan. Um leið ber
að hafa í huga, að hvert hundraðsstig í fólksfjölgun bæj-
anna stendur nú fyrir fleira fólk en áður og gætir meira
í hlutfalli við íbúafjölda sveitanna, sem hinir nýju þétt-
býlisbúar eru að flytjast úr.