Saga - 1978, Síða 170
164
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Að síðustu er fólksfjölgun þéttbýlisins árin 1908-1915
ekki nema rétt rúm 3°/o að meðaltali, líklega hálfu hæg-
ari en tíu árin á undan. Fer því fjarri, að ófullkomleiki
heimildanna skýri þennan mikla mun, þótt vöxtur þorpa
út fyrir formleg kauptúnamörk kunni að ýkja hann nokk-
uð. Hér er að vísu sleppt þeim þéttbýlisvexti, sem felst í
því, að ný þorp nái 100 íbúa markinu, en um hann mun-
ar hóti meira á þessu árabili en því næsta á undan. Einn-
ig ber að hafa í huga, að 1% fjölgun þéttbýlisbúa árið
1910 nemur jafnmörgum einstaklingum og l,9fo fjölgun
þeirra árið 1901, jafnháu hlutfalli af íbúafjölda landsins
og 1,8% 1901, en jafnháu hlutfalli af íbúafjölda strjdlr
býlisins og 2,2% fjölgun 1901. Þess vegna kemur ekki
fram í fyrri dálkum töflu II, að neitt dragi úr þéttbýlis-
vextinum fyrr en e.t.v. eftir 1912. Og brottflutningur
fólks úr strjálbýlinu hefur verið hlutfallslega svipaður
1908-1915 og verið hafði 1898-1907. Engu að síður
kemur það nokkuð á óvart, að til muna dregur úr hlutfalls-
legum vexti þéttbýlisins á Islandi, einmitt á þeim árum,
sem vélvæöingar fiskislcipanna er fariö aö gæta verulega.
Athugun, sem bundin er við manntalsárin ein, gefur
ranga vísbendingu um vaxtarsögu þéttbýlisins, því að
gleggstu þáttaskilin verða á milli manntala.
Tafla I sýnir, að hér eiga ekki allir bæir óskilið mál.
Aukning vaxtarhraða rétt fyrir aldamót kemur fram í
Reykjavík, Hafnarfiröi, Keflavík, Vestmannaeyjum og í
Snæfellsnesþoryunum, ef þau eru talin í einu lagi. Þa
koma einnig fram ný og hraðvaxandi þorp á Vestfjörðum,
Bíldudalur og Þingeyri. Austfjarðaþorpin sýnast vaxa
mjög ójafnt (sum e.t.v. vegna skýrsluskekkja), en sé þeim
slegið saman, sést þessi vaxtarkippur ekki. Sama er að
segja um Isafjörð og þorp á Norðurlandi, nema Siglufjörö,
en hann fór að vaxa hratt eftir aldamót.
Um 1908 dregur úr vexti flestra bæja á Vestur- og NorÖ-
urlandi, frá Keflavík til Vopnafjarðar, en síður eða ekki a
Austfjörðum og Suðurlandi.