Saga - 1978, Blaðsíða 171
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 165
Nú skal aftur vikið að því, sem rætt var í upphafi grein-
ar, orsakatengslmn þéttbýlisvaxtar og útgerðarframfara,
sem liggja naumast eins beint við og áður virtist, þegar
búið er að tímasetja nánar aðalvaxtarskeið þéttbýlisins.
Um tímatal togarasögunnar þarf ekki að velkjast í vafa;
þar eru skýrslur allglöggar og tiltæk mjög vönduð úr-
vinnsla Heimis Þorleifssonar úr þeim.15 Hlutur togaranna
er óverulegur fyrr en 1907 og vex mest árin 1911-12.
Á árunum 1912-15 eru togarar að lestatali tæpur helm-
ingur þilskipaflotans, afla fjórSungs þorskaflans og meira
en helmings síldaraflans (miðað við íslenzk skip einvörð-
ungu; lauslega má gizka á, að hlutur togaranna hafi num-
ið nær þriðjungi bæði þorsk- og síldarafla, ef landanir er-
lendra skipa væru með taldar).
Saga vélbátanna er miður rannsökuð en togaranna og
skýrslur ógleggri um hana. Þó er svo að sjá, að þeirra
hafi fyrr og skyndilegar fariö að gæta til muna. Minna má
á ummæli Jons Krabbe16 síðla árs 1906, að þá hafi mótor-
bátar (þ.e. trillubátar á nútímamáli) verið orðnir um 70
1 ársbyrjun, en u.þ.b. 100 verið fluttir inn á fyrra helm-
ingi ársins, auk þeirra, sem smíðaðir voru innanlands eða
aflvélar settar í. Vélbátunum má ugglaust þakka það, að
árin 1906-1910 hefur þorskafli bátaflotans aukizt öllu
meira en þilskipanna frá fimm árunum á undan, þrátt fyr-
lr tilkomu togaranna;17 raunar eru þessar skýrslur ekki
þannig til komnar, að draga megi af þeim nákvæmar álykt-
anir.
15 Heimir Þorleifsson: Saga íslenzkrar togaraútgerðar frarn til 1917,
Rvík 1974, bls. 80-115.
16 Jon Krabbe: „Islands okonomiske Udvikling", Nationalolconomisk
Tidsskrift for Samfundssporgsmaal, 0konomi og Handel XLIV
(Khöfn 1906), bls. 321-361; sjá bls. 326.
17 k'iskiskýrslur og hlunninda árið 1913 (Hagskýrslur Islands, 8),
Rvík 1916, bls. 14*.