Saga - 1978, Side 172
166
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
1 aflaskýrslum 1918 er afli trillubáta og róðrarbáta í
fyrsta sinn aðgreindur. Þá telst svo til, að á trillurnar
hafi fengizt röskur þriöjungur alls þorsk- eða botnfiskafl-
ans, fullur fimmtungur á róörarbáta, fjóröungur á togara,
en tæpur fimmtungur á önnur þilskip, aðallega seglskip,
sem að vísu voru mörg eða flest búin hjálparvélum.18
Skekkjur kunna að leynast í þessum skýrslum, helzt þann-
ig, að hlutur togaranna sé vantalinn.19 Þá er hér sleppt
þeim verulega hluta af afla þilskipanna, einkum togar-
anna, sem var síld. Engu að síður verður að álíta trillu-
flotann nærri jafn-afkastamikið framleiöslutæki og tog-
arana, og fyrir 1912 kann framleiðsluverðmæti trillanna
jafnvel að hafa verið meira. Þar að auki voru komin til
nokkur mótor- og gufuknúin þilskip, en seglskipin flest
búin hjálparvélum, svo að vélvæðing veiðiflotans hafði
óneitanlega orðið mjög gagnger á u.þ.b. einum áratug.
Útgerð togaranna var enn mest bundin Reykjavík og
Hafnarfirði, en raunar lönduðu þeir og önnur vélknúin
skip síld á Vestfjörðum og Norðurlandi. Og af fiskiskýrsl-
unum 1913 má sjá, að vélbátar höfðu þá þegar borizt vitt
um land, einkum til bæjanna, en þó höfðu þeir rutt sér
verulega til rúms í nokkrum byggðum, sem hér teljast til
dreifbýlis, svo sem í nyrztu sveitum Vestfjarðakjálkans
og alveg sérstaklega í byggðunum við Eyjafjörð. Á hinn
bóginn voru til útgerðarbæir, sem enn byggðu mest á segl-
og róðrarskipum. Svo var um Eyrarbakka, Snæfellsnes-
þorpin, Patreksfjörð og Bíldudal, Þórshöfn, Vopnafjörð og
Bakkagerði, svo og þorpin í Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslum, ef þau mega heita útgerðarbæir á þessum árum.
Ekki verður glöggt séð af töflu I, að fomlegir útgerðar-
hættir hafi staðið þessum bæjum verulega fyrir vexti.
Hinn vélvæddi útvegur hafði ekki aðeins vaxið stór-
kostlega á skömmum tíma, heldur var hann vafalaust, ef
is Tilv. st.
19 Heimir Þorleifsson: tilv. rit, 103.