Saga - 1978, Page 173
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 167
á heildina er litið, miklu bundnari þéttbýlinu en útgerðin
hafði verið um aldamót eða fyrr, og þeim mun fremur
mætti ætla, að hann hafi örvað vöxt bæjanna. Eftir þessa
upprifjun útgerðarsögunnar er því eklci síður en áöur
ástæða til aö leita skýringa þess, að bæir á Islandi uxu
hægar 1908-1915 en áratuginn á undan.
Þá er þess fyrst að geta, að þéttbýlisvöxturinn um og
eftir aldamót studdist við stórfelldar framfarir í útgerð,
þótt þar væri ekki um vélvæðingu að ræða (nema í hval-
veiðum Norðmanna, en fáir bæir munu hafa eflzt til muna
af þeim). Hér skal það efni ekki rakið nákvæmlega eftir
heimildum, aðeins drepið á stórfellda aukningu þilskipcir-
flotans, innflutning og eftirlíkingu færeyskra og norskra
árabáta, veiðar og íshúsgeymslu beitusíldar. Árin 1896-
1900 var saltfiskútflutningur samkvæmt verzlunarskýrsl-
um að magni til 21 % meiri en fimm árin á undan; næstu
fimm ár var hann enn 23% meiri. Þegar síðan vélknúin
skip og bátar koma til sögunnar til muna, dregur úr sókn
°g afla seglskipa og róðrarbáta. Árin 1906-10 er salt-
fiskútflutningur aðeins 3% meiri en fimm árin á undan;
«íetir þar hnekkis útgerðarinnar eftir peningakreppuna
1907-8. Næstu fimm ár á eftir hefur saltfisksalan
uftur aukizt að tonnatali um 65%, og sannast þar af-
kastageta hins vélknúða veiðiflota. Séu bornir saman heil-
ir áratugir, 1891/5 til 1901/05 og aftur 1901/05 til 1911/
verður aukningin síðari áratuginn 70%, en 50% hinn
fyrri.20 Munar það að vísu ekki stórmiklu á vaxtarhraða,
6n hér vantar líka í ísfisksölu togaranna og síldarafla
bsirra og annarra vélskipa, en hann margfaldaðist um
'° Tölfræöihandbók 1971, 128. Tölurnar kunna að vera ónákvæmar,
og ekki var allur þorskfiskafli fluttur út sem saltfiskur. En afla-
skýrslur eru ekki til framan af því tímabili, sem hér er fjallað
um, og síðan þvílíkri óvissu háðar, að líklega eru útflutnings-
skýrslur miklu skárri mælikvarði á þorskaflann, þegar ekki þarf
að skipta honum milli skipaflokka.