Saga - 1978, Side 174
168
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
þessar mundir. Verður því þá ekki neitað, að svo ört sem
sjávarafli haföi vaxiS á blómatíma þilsldpanna, þá óx hann
þó stórum hraöar, eftir a8 vélvæðingin sagöi til sín.
Nokkru máli skiptir það fyrir byggðaáhrif togara og
vélbáta, að þeir voru vinnuspör tæJd saman borið við hin
eldri. Samkvæmt fiskiskýrslum 1913 voru skiprúm á
róðrarbátum þá enn ríflega tvöfalt fleiri en á trillubátum,
en afli á skiprúm hvert sjö- til áttfaldur á hinum síðar-
nefndu. Þar hlýtur að koma til mjög misjöfn sókn, og
róðrarbátarnir hafi margir verið í eigu sveitabænda og
aðeins haldið til fiskjar í viðlögum. Hitt er meira að
marka, að heildarfjöldi skiprúma á opnum bátum taldist
þá röskum fjórðungi minni en 1902, en hásetafjöldi þil-
skipanna allra taldist hinn sami og 1905, þegar þeir voru
flestir, en hafði fækkað verulega á milli.21 Þannig virðist
sjómönnum síður en svo hafa fjölgað við vélvæðinguna,
en væntanlega hefur sjómennska þeirra aö mun meiri
ihluta oröiö lífvænlegt aöalstarf, og það hefði út af fyrir
sig átt að greiða fyrir vexti bæja.
Annars fylgdi útgerðinni sjálfsagt mun meiri atvinna í
landi en á skipunum sjálfum. Saltfiskútflutninginn, sem
fyrr um ræðir, má nota sem beinan mælikvarða á mikil-
vægustu grein þeirrar atvinnu. Síldveiðar útlendinga
valda nokkrum vafa um það, hvort útflutningsskýrslur
séu jafn-einhlítur mælikvarði á síldarvinnuna, en útflutt
saltsíld 1911-1915 var u.þ.b. sexfalt meiri að jafnaði en
tíu árin á undan,22 og er það vísbending um mjög aukna
sumaratvinnu þéttbýlisbúa úr öllum landshlutum.
Nú er að því að hyggja, að „aödráttarafl“ bæjanna, sér-
staklega fólgið í atvinnutækifærum, að ætla má, hefur ekki
21 Fiskiskýrslur og hlunninda árið 1912 (Hagskýrslur Islands, 4),
Rvík 1914, bls. 10x.
22 Tölfrœðihandbók, tilv. st.