Saga - 1978, Síða 177
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 171
Áður hafði verið þröngt um þjóðina í landinu. 1 hinni
fjölmennu hjúastétt dreifbýlisins safnaðist fyrir einhleypt
fólk, sem ekki var brýn þörf fyrir nema hluta ársins, enda
lágt launað, en hafði ekki enn fengið tækifæri til að stofna
eigin heimili, þar eð sveitir landsins voru fullsetnar. Við
sjóinn var meira undanfæri til framleiðsluaukningar, en
fjölgun heimila þar var samt tiltölulega hæg, bæði vegna
lögskipaðra takmarkana á vistarfrelsi og búðsetu og vegna
þess að atvinna þurrabúðarmanna við sjóinn var enn svo
stopul og illa launuð, að hún var óálitlegur grundvöllur
f'jöIskyIdustofnunar. Sjávarútvegur var því enn að mestu
leyti rekinn með vinnuafli bænda og árshjúa þeirra og
grasnytjafólks í sjávarbyggðum.
Svo breyttist þetta, þegar Ameríkuferðir og aukinn
skútu- og bátaútvegur höfðu breytt hlutföllum framboðs
°g eftirspurnar eftir vinnuafli. Hjúalaun hækkuöu svo, að
btendur fóru að spara við sig mannahald, nema helzt um
sláttinn, þegar mest lá við. Tekjur þurrabúðarmanna hafa
einnig aukizt. Sérstaklega hefur atvinnuöryggi þeirra vax-
%Ö, þegar hlutur þilskipanna í fiskveiðunum óx og framboð
a kaupavinnu og síldarvinnu varð nánast ótæmandi um há-
sumarið. Hækkuð hjúalaun gerðu fólki litlu auðveldara en
aður að stofna eigið heimili til sveita, en heimilisstofnun í
þéttbýli varó árennilegri en fyrr. Einnig var slakaö á hin-
um opinberu búsetuhömlum, líklega öllu fyrr í verki en
orði. Af þessu leiðir fólksflutninga úr sveit að sjó, ekki
aðeins vegna þess, að atvinna óx við sjóinn, heldur einnig
VeSna þess, að þéttbýlisbúar tóku nú að sér vinnu, bæði
til lands og sjávar, sem sveitamenn höfðu áður gegnt.
^annig kom kaupavinna þéttbýlisbúa að hluta til í stað
verferða sveitamanna. Og þar á ofan fluttu menn nú með
Ser á mölina það árstíðabundna atvinnuleysi, sem áður var
dulið í óþörfum fjölda árshjúa hjá bændum.
. ÁTú skortir, að svo stöddu, rök til að lýsa þessari breyt-
lngu með tölum eða tímasetja hana nákvæmlega. En þó
lTla varpa því fram sem tilgátu, að hún hafi einkum gerzt