Saga - 1978, Side 178
172
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
um og- eftir aldamótin, og þá örvað í bili íbúafjölgun þétt-
býlisstaðanna, en um 1908 hafi hún veriö mikið til um
garö gengin,28 og sé það ein skýringin á því, að þá dregur
heldur úr vaxtarhraða bæja og þorpa.
Allar þær skýringartilraunir, sem hér fara á undan, lúta
að vexti þéttbýlisins í heild. Hvers vegna sá vöxtur skipt-
ist svo á milli einstakra bæja og þorpa sem raun ber vitni,
er mikið rannsóknarefni, sem hér eru engin tök á að gera
skil. En ljóst má vera, að það misræmi atvinnuskiptingar
og mannfjöldaskiptingar, sem hér að ofan er rætt um,
milli dreifbýlisins og þéttbýlisins í heild, kemur enn frek-
ar til greina, ef skýra skal fólksfjöldasögu einstaki-a bæja.
Nú var altítt, að ein fjölskylda sækti bjargræði sitt í
ýmsa staði, þannig að heimilismenn réðu sig til daglauna-
vinnu, kaupavinnu eða útróðra hver í sínu lagi og skamm-
an tíma í senn. Gat þá verið ýmsu háð, við hvem vinnu-
staðinn fjölskyldan hafði sitt fasta heimili. Vissulega
þekktist það, að mæður færu með börn sín í kaupavinnu,
en þó munu húsmæður og ung börn hafa verið einn stað-
bundnasti hluti fjölskyldunnar og því mest ástæða til bú-
setu þar, sem kona og börn gátu haft arðbæra atvinnu.
Á hinn bóginn var einum bjargræðisvegi margra þéttbýl-
isstaða svo varið, að hann varð trauðla sóttur langt frá
föstu heimili. Það var smábúskapur, garðrækt eða búfjár-
hald. Og slíkur búskapur var einmitt hentugt viðfangsefni
konu og bama. Því má ætla, að það hafi mjög stuðlað að
búsetu í bæjum og þorpum, ef þar var auðvelt að fá nokkur
jarðarafnot, jafnvel þótt launuð atvinna væri þar stopul;
hana mátti sækja á aðra staði. Og á hinn bóginn gat at-
vinnuaukning í plássum, þar sem lítill kostur var á land-
nytjum, leitt til þess, að þangað sækti fólk til árstíðabund-
innar verstöðvavinnu frekar en fjölskyldur til fastrar bú-
28 Sbr. Jon Krabbe: tilvitnuð grein, bls. 338: „Overalt har man . • •
indskrænket det om Vinteren unodvendig store Folkehold.“