Saga - 1978, Síða 182
176
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
Nokkrir þingmenn sjálfstæðisflokksins, framsóknar-
flokksins og sameiningarflokks alþýðu, sósíalistafloldksins
voru þegar komnir á þá skoðun 1940, að rjúfa bæri sam-
bandið við Dani 1941. I ljósi þess að Island var hemumið
af Bretum þótti gagnlegt að kanna afstöðu þeirra til máls-
ins áður en gripið væri til aðgerða. f október 1940 ræddi
Jónas Jónsson, formaður framsóknarflokksins, einhliða
sambandsslit við Charles Howard Smith, sendiherra Breta
á fslandi. Howard Smith taldi, að breska stjómin mundi
láta sig einu gilda aðgerðir íslendinga í málinu, þar sem
ísland væri raunverulega (de facto) sjálfstætt og hefði
eigin sendifulltrúa í London og fleiri borgum. Howard
Smith skýrði frá heimsókn Jónasar í skýrslu til breska
utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður Norðurlandadeildar
ráðuneytisins, Laurence Collier, óttaðist að Bretum yrði
kennt um ef íslendingar slitu sambandinu við Dani ein-
hliða. Tengsla (liaison)~de\\d ráðuneytisins taldi og, að
stjómarfarslegar breytingar á fslandi gætu leitt af sér
and-breskan áróður.
Ef íslendingar stíga fyrsta skrefið til sambandsslita meðan
landið er hernumið af Bretum, er fyrirsjáanlegt að Þjóðverjar
nota það til áróðurs gegn Bretum í Danmörku.2
Sendiherra Dana í Reykjavík, Fr. le Sage de Fontenay,
hafði áhyggjur af hugsanlegum sambandsslitum, en að-
staða hans var erfið því að hann gat ekki haft samband
við dönsku stjórnina án vitneskju Þjóðverja. Hann leitaði
2 Howard Smith til Halifax, utanríkisráðherra Breta, 12. okt.
1940, athugasemd Laurence Colliers, S. nóv. 1940, athugasemdir
Gallops, tengsladeild breska utanríkisráðuneytisins, 8. nóv. 1940.
Skjalasafn breska utanríkisráðuneytisins, Foreign Office PaperS
í breska þjóðskjalasafninu, Public Record Office, London, flokk-
ur FO 371, nr. 24790/N 7032/7032/15. Öll bresk skjöl, sem vitnað
er til eru í Public Eecord Office, London.