Saga - 1978, Side 183
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN 177
til Howards Smiths, sem ráðlagði honum að bíða þar til
fullvíst væri að Islendingar myndu grípa til aðgerða.3
Þegar Howard Smith var staddur í London í janúar
1941, sagði hann sendiherra Dana í borginni, Eduard Rev-
entlow gi-eifa, að hópur íslenskra stjómmálamanna væri
því fylgjandi að stofna lýðveldi á árinu. Reventlow lét
strax í ljós við Collier, að gengju Islendingar í berhögg
við sambandslagasamninginn meðan á hernáminu stæði,
gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir Breta. Hann
hvatti bresku stjómina til að reyna að sannfæra Islend-
inga um að óráðlegt væri að rjúfa hin formlegu tengsl við
Danmörku fyrr en samningurinn væri útrunninn. Til-
uiæli danska sendiherrans höfðu nokkur áhrif og Collier
kvaðst einmitt hafa verið að velta því fyrir sér, hvort
Bretar gætu með einhverju móti komið í veg fyrir ólög-
iegar aðgerðir Islendinga. Hann lagði þó áherslu á, að
Bretar gætu ekki haft bein afskipti af málinu, þar sem
þeir væru ekki aðilar að samningnum. Hins vegar væri
ekki ósanngjarnt að fela Howard Smith að reyna óopin-
berlega að fá Islendinga til að fresta aðgerðum þar til
samningurinn væri útrunninn. Hann gæti t.d. leitt Islend-
^ugum fyrir sjónir, að meðan Island væri hernumið yrði
Bretum trúlega kennt um ólöglegar aðgerðir Islendinga.
Yfirmenn Colliers, Sir Orme Sargent, aðstoðarráðuneytis-
stjóri og Sir Alexander Cadogan, ráðuneytisstjóri, vom
honum sammála og Howard Smith fékk sín fyrirmæli. Að
°sk Reventlows sendi Collier skilaboð til Kristjáns kon-
Uní?s um að Bretar myndu reyna að koma í veg fyrir að
Islendingar riftu sambandslagasamningnum.4
Tíunda febrúar ræddi Howard Smith við Hermann
Jónasson, forsætisráðherra, og Stefán Jóhann Stefánsson,
3 Howard Smith til Halifax, 14. des. 1940, sama stað.
Athugasemdir Colliers, 31. jan., 1. febr. og 5. febr. 1941 og Eden
utanríkisráðherra Breta til Howards Smiths, 3. febr. 1941, FO
371. nr. 29311/N 398/398/15.
12