Saga - 1978, Page 184
178
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
utanríkisráðherra. Hann benti þeim á hve það væri sið-
ferðilega rangt að rifta sambandslagasamningnum of
snennna og ganga þannig í berhögg við ákvæði hans. Tók
hann eftrfarandi dæmi máli sínu til stuðnings:
Það væri ekki fráleitt að líkja riftun sambandslagasamningsins
við það, er Þjóðverjar fótum tróðu í apríl 1940 griðasáttmálann
við Dani, af því að hann samræmdist ekki stjórnmálalegum hags-
munum þeirra þá stundina, en slíkt er venja einræðisríkja.5
1 endurminningum sínum segir Stefán Jóhann, að hann
og forsætisráðherra hafi svarað því einu, að þeir óskuðu
ekki eftir að ræða málið.6 Á hinn bóginn segir í skýrslu
Howards Smiths til breska utanríkisráðuneytisins, að Her-
mann hafi útskýrt ástandið í löngu máli og reynt að fá
samþykki Breta til lýðveldisstofnunar. Hann hafi bent á,
að engin ákvörðun hefði verið tekin um tafarlaus sam-
bandsslit, en Islendingar hefðu hug á að rjúfa öll tengsl
við Danmörku eins fljótt og auðið væri. Hann lagði áherslu
á þá skoðun sumra lögfræðiráðunauta ríkisstjómarinnar,
að sambandslagasamningurinn fæli í sér heimild til ein-
hliða riftunar við ákveðnar aðstæður. Lögfræðingarnir
segðu samninginn raunverulega úr gildi fallinn, þar sem
Danmörk væri ekki lengur frjálst og fullvalda ríki. How-
ard Smith benti á, að samkvæmt samningi Dana við Þjóð-
verja í apríl 1940, væri tryggð framtíð danska ríkisins
undir stjóm konungs og gildandi stjómarskrá, og þvx
væru rök íslensku lögfræðinganna léttvæg. Hermann benti
þá á þann möguieika, að Islendingar lýstu því yfir að þeix*
teldu sambandslagasamninginn úr gildi fallinn, en gæfxi
Dönum kost á samningaviðræðum eins og gert væri ráð
fyrir. Bæru þær ekki árangur, yrði samningnum formlega
5 Howard Smith til Edens, 10. febr. 1941, FO 371, nr. 29311/^
892/398/15.
6 Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar, I (Reykjavík 1966), bls. 220.