Saga - 1978, Side 185
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN
179
riftað á þeim tíma sem gert væri ráð fyrir í honum, eða
eftir árslok 1943. Howard Smith lýsti ánægju sinni með
þessa málsmeðferð þar sem hún bryti ekki í bága við
ákvæði samningsins.
Breski sendiherrann skýrði fleiri íslenskum foiystu-
mönnum frá afstöðu bresku stjórnarinnar, þar á meðal
Jónasi Jónssyni og Ölafi Thors. 1 skýrslu sinni um við-
ræðurnar sagði hann það skoðun sína, að forsætisráðherr-
anum myndi líklega takast að koma í veg fyrir ótímabær
sambandsslit. Hann hefði orð fyrir að koma sínu fram.7
Ráðherrar sjálfstæðisflokksins leituðu álits Bjama
Benediktssonar um það, hvort Islendingar hefðu lagalegan
rétt til að rifta sambandslagasamningnum 1941.8 I grein
í Andvara sama ár, lagði hann áherslu á, að í tæpt ár hefðu
Danir ekki getað staðið við skuldbindingar sínar um að
annast utanríkismál Islands og sjá um landhelgisgæslu við
strendur landsins. Bjami vitnaði í rit ýmissa frægra sér-
fræðinga í alþjóðarétti9 og komst að þeirri niðurstöðu að
vanefndir Dana veittu Islendingum rétt til að rifta samn-
ingnum.10
Howard Smith taldi þessi rök mun þyngri á metunum
en þau, sem forsætisráðherrann notaði. Hann vakti athygli
utanríkisráðuneytisins breska á þeim og spurði hvernig
hann ætti að bregðast við, ef lýðveldi yrði stofnað á Is-
landi.11 Hann fékk það svar, að breska stjórnin myndi
7 Howard Smith til Edens, 10. febr. 1941, FO 371, nr. 29311/N
892/398/15.
8 Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944 (Reykja-
vík 1951), bls. 475.
9 T.d.: D. Anzilotti, Lehrbuch des Völkerrechts, I (Berlín og
Leipzig 1929), bls. 359—60, og L. F. L. Oppenheim, Internatio-
nal Law, I (London 1937), bls. 347—79.
Bjarni Benediktsson, „Ályktanir Alþingis vorið 1941 um stjóm-
skipun og sjálfstæði lslands“, Andvari (Reykjavík 1941), bls.
32—34.
11 Howard Smith til Edens, 14. febr. 1941, FO 371, nr. 29311/N
893/398/15.