Saga - 1978, Side 186
180
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
líta á slíkt sem einkamál Islands og Danmerkur. Ef ein-
hver yfirlýsing yrði gefin af Breta hálfu, yrði þetta tekið
fram, og bent á, að Bretar óskuðu ekki að hafa áhrif á
sambúð ríkjanna tveggja í framtíðinni, þótt þeir hefðu
mælt með því að ákvæði sambandslagasamningsins væru
virt.12 Hugsanlegum áróðri Þjóðverja á Norðurlöndum
yrði svarað á þann hátt, að Bretar hefðu lýst því yfir við
hemám Islands, að þeir myndu ekki hafa afskipti af inn-
anríkismálum þess, en breska stjómin hefði gert allt sem
hún teldi mögulegt til þess að koma í veg fyrir að Islend-
ingar gengju í berhögg við sambandslagasamninginn.
Það kemur fram í íslenskum blöðum, að skilaboðin frá
bresku stjórninni höfðu nokkur áhrif á íslenska stjórn-
málamenn. Hermann Jónasson og Ólafur Thors skrifuðu
báðir greinar þar sem þeir lýstu sig andvíga riftun sam-
bandslagasamningsins þá þegar og bentu á, að vafasamt
væri að önnur ríki viðurkenndu lýðveldisstofnun við.ríkj-
andi aðstæður. Hermann hafði eftir ónafngreindum bresk-
um blöðum að Bretar, sem væru í styrjöld til þess að
tryggja að samningar milli ríkja væra virtir, myndu líta
ótímabæra riftun sambandslagasamningsins alvarlegum
augum.13
Fáum dögum eftir að þessi grein birtist, spurði Howard
Smith Stefán Jóhann hvort ríkisstjómin væri á sömu
skoðun og forsætisráðherrann. Hann sagði það vera, en
stjómin vildi þó ekki taka neina bindandi ákvörðun fyrr
en að afloknu flokksþingi framsóknarflokksins, sem hæfist
tæpri viku seinna, 12. mars.14
Þeir, sem vildu rjúfa tengslin við Dani þegar í stað,
studdu mál sitt með því að framtíð Islands gæti verið í
12 Churchill til Howards Smiths, 14. mars 1941, sama stað.
13 Tíminn, 4. mars 1941 og Morgunblaðið, 13. mars 1941.
14 Howard Smith til Churchills, 8. mars 1941, FO 371, nr. 29311/N
1139/398/15.