Saga - 1978, Page 187
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN 181
hættu, ef Þjóðverjar réðu enn yfir Danmörku þegar styrj-
öldinni lyki og friðarsamningar væru gerðir.15
Þótt Jónas Jónsson vissi um afstöðu bresku stjómar-
innar, lýsti hann í blaðagrein þeirri fullvissu sinni, að
Bretar og Bandaríkjamenn myndu ekki hika við að viður-
kenna riftun sambandslaganna. Sagði hann ástæðulaust
að telja, að breska stjórnin væri sömu skoðunar og blöð
þau, er forsætisráðherrann vitnaði til.16
Daginn fyrir flokksþing framsóknarflokksins kallaði
Hermann Jónasson Howard Smith á sinn fund og óskaði
eftir að fá að birta ráðleggingar Breta um að flana ekki
að sambandsslitum sem mótvægi gegn fullyrðingum Jón-
asar. Forsætisráðherrann kvaðst óttast um stöðu sína inn-
an flokksins, ef hann gæti ekki vitnað í ummæli Howards
Smiths um afstöðu Breta. Sendiherrann féllst á að Her-
mann segði, að breska stjómin hefði ráðlagt íslendingum
að hlíta ákvæðum sambandslagasamningsins í einu og
öllu. Breska utanríkisráðuneytinu þótti Howard Smith
hafa brugðist rétt við.17
Hermann birti ráðleggingar Breta í Tímanum 15. mars
°g hvort sem það hefur ráðið úrslitum eða ekki, naut af-
staða hans meira fylgis á flokksþinginu.
Skömmu síðar ákvað ríkisstjórnin að leggja fyrir Al-
þingi ályktanir um framtíðaráformin í sambandsmálinu.
■Þi'jár ályktanir voru samþykktar samhljóða 17. maí 1941,
kyggðar á þeirri forsendu, að Danir hefðu ekki staðið við
S1nn hlut sambandslagasamningsins. 1 fyrstu ályktuninni
Var sú skoðun látin í ljós, að Islendingum væri frjálst að
njúfa tengslin við Danmörku hvenær sem þeim þóknaðist,
an þess að taka tillit til ákvæða sambandslaganna. Einnig
15 Howard Smith til Edens, 14. febr. 1941, FO 371, nr. 29311/N
893/398/15.
Timinn, 11. mars 1941.
7 Howard Smith til Churchills, 12. mars 1941 og athugasemdir
starfsmanna breska utanríkisráðuneytisins, FO 371, nr. 29311/N
H38/398/15.