Saga - 1978, Side 188
182
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
var því lýst yfir, að lýðveldi yrði stofnað á Islandi jafn-
skjótt og sambandið við Danmörku hefði verið rofið.
Loks var ákveðið að kjósa ríkisstjóra þegar í stað til þess
að fara með konungsvaldið, en það hafði verið í höndum rík-
isstjómarinnar frá því að Danmörk var hemumin.18 Jón
Krabbe, sendifulltrúi Islands í Kaupmannahöfn, afhenti
Kristjáni konungi og dönsku stjórninni ályktanirnar og
kvaðst konungur hlynntur því að ríkisstjóri yrði kosinn.19
Danska stjórnin lýsti ánægju sinni með, að Islendingar
hyggðust ekki slíta sambandinu þá þegar, kvaðst hún líta
á ályktanirnar sem yfirlýsingu um að Islendingar ætluðu
að hefja viðræður við Dani um sambandsmálið að stríðinu
loknu.20 I svarbréfi íslensku ríkisstjórnarinnar var þetta
atriði ekki rætt, en lögð áhersla á að viðræður væru óhugs-
andi meðan ástandið væri óbreytt. Ályktanirnar væru í
samræmi við sambandslagasamninginn þar sem þær hefðu
verið samþykktar á þeim tíma, sem samningurinn gerði
ráð fyrir að framtíðaráform væru kunngjörð.21 Þetta
bréf var ekki birt á Islandi, sennilega til að koma í veg
fyrir gagnrýni þeirra, sem aðhylltust sambandsslit fyrir
1944.
Þjóðverjar reyndu að gera sér mat úr ályktununum í á-
róðursskyni og skýrði útvarpið í Berlín frá því 20. maí, að
Bretar hefðu neytt Islendinga til að rjúfa tengslin við
Danmörku.22 Þýskir embættismenn í Kaupmannahöfn
sögðu Jóni Krabbe, að Þjóðverjar grunuðu bandamenn um
að hafa haft áhrif á Islendinga. Krabbe neitaði þessu harð-
18 Bjöm Þórðarson, bls. 473—77.
19 Jón Krabbe til íslensku ríkisstjórnarinnar, 10. júní 1941, skjala-
safn utanríkisráðuneytis Islands (SUl) í Þjóðskjalasafni, dag-
bók (db.) 3/555, kassi (k.) 1/86, mappa (m.) III.
20 Sendifulltrúi Islands í Stokkhólmi, Vilhjálmur Finsen til ríkis-
stjórnar íslands, 2. júní 1941, SUl, db. 3/555, k. 1/86, m. III-
21 Ríkisstjórn Islands til sendiráðsins í Stokkhólmi, 23. júní 1941»
sama stað.
22 Morgunblaðið, 21. maí 1941.