Saga - 1978, Page 189
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN
183
lega eftir að hafa í skyndi leitað upplýsinga frá Islandi.23
Danska stjórnin spurði sendiherra sinn í Reykjavík hvort
íslenska stjórnin hefði verið beitt þvingunum, en hann
kvað það ekki vera.24
Þegar Howard Smith skýrði stjórn sinni frá ályktunun-
um, var leitað álits lögfræðiráðunauts utanríkisráðuneytis-
ins á því hvort þær færu í bága við sambandslagasamn-
inginn. Hann kvað erfitt að halda því fram, að ályktanim-
ar gengju í berhögg við samninginn, en um rétt Islendinga
til að rifta honum vegna vanefnda Dana sagði hann:
ef ástandið helst óbreytt í langan tíma, tel ég að röksemdir ís-
lendinga geti talist réttar ... það verður auðveldara að halda
þeim til streitu, eftir því sem ástandið verður lengur óbreytt ...
Það að 6. grein sambandslagasamningsins felur í sér ákvæði um
riftun hans, getur ekki komið í veg fyrir að hann verði ógildur
af öðrum ástæðum, t.d. ef annaðhvort Island eða Danmörk hyrfu
úr hópi sjálfstæðra ríkja.25
Islensku ályktanimar voru einnig ræddar í blöðum á
Norðurlöndum. Ekki var dreginn í efa réttur Islendinga
til að rjúfa sambandið í samræmi við ákvæði samningsins,
en flestum biöðunum fannst, að ályktanimar hefðu verið
samþykktar á óheppilegum tíma vegna hernáms landanna.
Þótti ákvörðunin um lýðveldisstofnun bera vott um til-
finningaleysi í garð Dana.26 Thorvald Stauning, forsætis-
Táðherra Dana, ræddi ályktanimar á fundi jafnaðarmanna
°g sagði ástæðulaust að reiðast vegna þeirra. Samkvæmt
“3 Jón Krabbe, Frá Hafnarstjóm til lýðveldis (Reykjavík 1959),
bls. 151.
24 Howard Smith til Edens, 28. maí 1941, FO 371, nr. 29311/N
2555/398/15.
25 Howard Smith til Edens, 19. maí 1941 og athugasemd lögfræði-
ráðunauts breska utanríkisráðuneytisins, 3. júní 1941, FO 371,
og nr. 29331/N 2258/398/15.
Vilhjálmur Finsen til íslenska utanríkisráðuneytisins, 1. júní
1941, SUl, db. 3/555, k. 1/85, m. II.