Saga - 1978, Page 190
184
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
sambandslagasamningnum hefði Islendingum verið heimilt
að gera grein fyrir fyrirætlunum sínum í sambandsmálinu
í ársbyrjun 1941. Hann nefndi ekki ákvæðið um viðræður
og fögnuðu íslensku blöðin því sem tilslökun af Dana
hálfu.27
Bandaríkin taka viö
Fyrri hluta árs 1941 var tekin ákvörðun um að banda-
ríski herinn tæki við af þeim breska á Islandi, og fyrstu
bandarísku hermennimir komu til Reykj avíkur í júlí. Var
þetta liður í tilraunum Roosevelts Bandaríkjaforseta til
að aðstoða Breta. Winston Churchill, forsætisráðherra
Breta, taldi þessar breytingar á Islandi mjög mikilvægar
bæði stjórnmálalega og hemaðarlega,28 því að þær gerðu
þátttöku Bandaríkjamanna í hemaðaraðgerðum í framtíð-
inni, líklegri. I Bandaríkjunum var litið á ákvörðun Roose-
velts sem lið í eflingu varna Bandaríkjanna.
Þegar Bretum var skýrt frá því í júní 1941, að Banda-
ríkjamenn væru reiðubúnir að senda herlið til Islands,
lagði breska stjómin til að Bandaríkjamenn færu til ls-
lands eins og Bretar höfðu gert, án þess að leita samþykk-
is íslensku stjórnarinnar. Roosevelt gat ekki fallist á að
Bandaríkjamenn gengju á land á Islandi nema Islending-
ar hefðu óskað þess, þar sem slíkar aðgerðir myndu grafa
undan trausti Suður-Ameríkuríkja á stjóm hans og mönd-
ulveldin myndu nota þær í áróðri sínum.29 Breska stjórnin
27 Morgunblaðið, 22. maí 1941.
28 Ummæli í breska þinginu 9. júlí 1941, bresku þingtíðindin,
Hansard, 5. flokkur, 373. bindi, dálkur 181.
29 Breska sendiráðið í Washington til bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins, 16. júní 1941, Foreign Relations of the United States 1941,
II (Washington 1959), bls. 776—77, og greinargerð Sumners
Welles, aðstoðarutanríkisráðherra, 22. júní 1941, sama stað, bls-
779—80.