Saga - 1978, Side 191
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN
185
tók því að sér að tryggja að Islendingar bæru fram ósk
um vemd Bandaríkjamanna. Var Howard Smith falið að
segja Islendingum, að Bretar væru tilneyddir að flytja mest
allt lið sitt frá íslandi til að nota annarsstaðar og landið
yrði óvarið nema aðstoð Bandaríkjamanna kæmi til.30
Þegar hugsanleg vernd Bandaríkjamanna var rædd á
Alþingi vorið 1941, var töluverður meirililuti á móti. Rík-
isstjórnin ákvað, þrátt fyrir það, að fallast á að Banda-
ríkjamenn leystu Breta af hólmi, ef gengið yrði að vissum
skilyrðum.31 Eitt þessara skilyrða var, að Bretar og
Bandaríkjamenn viðurkenndu algjört frelsi og sjálfstæði
Islands og beittu áhrifum sínum til þess að allir, sem und-
irrituðu væntanlega friðarsamninga gerðu slíkt hið
sama.3^
Eftir komu Bandaríkjamanna til Islands breyttist af-
staða Breta til sambandsslita. 1 desember 1941, þegar Dan-
ir höfðu nýlega gerst aðilar að andkommúnistabandalag-
inu, hvatti danski sendiherrann í Washington, Henrik
Kauffman, starfsbróður sinn á Islandi de Fontenay til að
slíta sambandi við dönsku stjórnina og ganga í flokk
frjálsra Dana. Kauffmann hafði sjálfur lýst því yfir við
hernám Danmerkur, að hann tæki ekki við fyrirmælum frá
stjórn undir þýskri vernd, en Bandaríkjastjóm viður-
kenndi hann sem fulltrúa Danakonungs og dönsku þjóð-
arinnar.33 De Fontenay óttaðist að sliti hann tengslin við
'tönsku stjórnina myndu Islendingar nota það sem átyllu
lil að gera slíkt hið sama. Hann leitaði ráða hjá Howard
kfiiith, sem skrifaði stjórn sinni og fékk þau fyrirmæli, að
Símskeyti frá breska utanríkisráðuneytinu til Howards Smiths,
23. júní 1941, FO 371, nr. 29313/N 3035/543/15.
Howard Smith til Edens, 10. júlí 1941, FO 371, nr. 29314/N
32 37.85/543/15.
33 ^J0rn Þórðarson, bls. 490—92.
H Fisher og- N. Svenningsen, Den Danske Udenrigstjeneste 1770-
]970, II (Kaupmannahöfn 1970), bls. 196—97.