Saga - 1978, Page 193
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN
187
loknu, að Islendingar væru algerlega úr tengslum við Dani.
Samband ríkjanna hafði valdið óþægindum styrjaldarárin
og myndi sennilega einnig gera það í framtíðinni.37
Dönsku sendimennirnir í Reykjavík og London voru
staðráðnir í því 1942 eins og árið áður að reyna að koma
í veg fyrir ótímabær sambandsslit. Reventlow38 minnti
breska utanríkisráðuneytið á, að Islendingum hefði verið
ráðlagt 1941 að fresta sambandsslitum, en Wamer svaraði,
að Bretar væru staðráðnir í að skipta sér ekki af málinu
að þessu sinni. Reventlow bað hann eindregið að endur-
skoða ákvörðun sína þar sem lýðveldisstofnun á Islandi
oieðan á styrjöldinni stæði, yrði mikið áfall fyrir Kristján
konung. Wamer kvað Breta ekki hafa rétt til að skipta sér
af innanríkismálum Islands, en fyrir þrábeiðni Revent-
lows, lofaði hann að ræða málið við yfirmenn sína. Það
stoðaði þó ekki og Bretar héldu fast við ákvörðun sína.39
De Fontenay gerði allt sem hann gat til þess að reyna
að telja íslenskum forystumönnum hughvarf og lagði á-
herslu á hve mjög lýðveldisstofnun þá þegar myndi spilla
sambúð þjóðanna. Hann kom boðum um tilraunir sínar
tii konungs, en honum fannst hann ekkert geta gert þar
som hann væri úr tengslum við Island.40
Bretum fannst þeir ekki lengur hafa hagsmuna að gæta
Varðandi sambandsmál Dana og Islendinga og því fóru
37 Áthugasemdir starfsmanna breska utanríkisráðuneytisins, 6.—9.
J'úní 1942, FO 371, nr. 32749/N 2825/111/15.
s Reventlow hafði orðið sundurorða við dönsku stjórnina og verið
vikið úr embætti í mars 1942, en breska stjórnin ákvað að viður-
kenna hann sem fulltrúa og forsvarsmann danskra hagsmuna,
Sera ekki voru í höndum óvina Breta.
Athugasemdir starfsmanna breska utanríkisráðuneytisins, 23.
<o Júli 1942, FO 371, nr. 32773/N 3763/3763/15.
úreska utanríkisráðuneytið til breska sendiráðsins í Stokkhólmi,
14. júlí 1942 og V. Mallet, sendiherra Breta í Stokkhólmi til
váðuneytisins, 15. sept. 1942, FO 371, nr.32750/N 3513 og 4812/
111/15.