Saga - 1978, Síða 194
188
SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR
dönsku sendimennimir bónleiðir til búðar, en Danir höfðu
nú eignast annan öflugan bandamann, Bandaríkin.
De Fontenay ræddi oftar en einu sinni við bandaríska
sendiherrann í Reykjavík, Lincoln MacVeagh, með það
fyrir augum að fá Bandaríkjamenn til að taka í taum-
ana.41 Þeir voru nú í sömu aðstöðu og Bretar 1941 og
ákváðu að vara fslendinga við sambandsslitum. Það vildi
svo til að Harry L. Hopkins, sérlegur sendimaður Roose-
velts forseta, var staddur á fslandi, þegar fyrirmælin um
þetta bárust bandaríska sendiráðinu og að ósk sendifull-
trúans, Carlos J. Warners, skýrði hann Ólafi Thors frá
því, að Bandaríkjastjóm hefðu borist fregnir um að viss
öfl á íslandi ráðgerðu að rifta sambandinu við Danmörku
áður en sambandslagasáttmálinn rynni út. Bandaríkja-
stjórn óttaðist, að Þjóðverjar myndu notfæra sér slíkar að-
gerðir til áróðurs gegn Bandaríkjunum á Norðurlöndum,
fyrst og fremst í Danmörku. Bandaríkjastjórn væri ófús
að hlutast til um innanríkismál íslands, en mælti með því
að sambandsslitum yrði frestað.42
Auk þess að hafa sömu ástæðu og Bretar 1941, voru
Bandaríkjamenn ósammála dönsku stjórninni um stöðu
danska sendiherrans í Washington og vildu ekki auka á-
greininginn með því að viðurkenna lýðveldisstofnun á fs-
landi áður en sambandslagasamningurinn rynni út. Kauff-
mann, sendiherra Dana í Washington, hafði í apríl 1941
undirritað samning við Bandaríkjamenn, sem heimilaði
þeim að koma á fót herstöðvum á Grænlandi. Er þetta
fréttist til Kaupmannahafnar var honum tafarlaust vikið
úr dönsku utanríkisþjónustunni, en Bandaríkjastjóm end-
41 L. MacVeagh, til Cordell Hull, utanríkisráðherra, 28. júní 1942,
skjalasafn bandaríska utanríkisráðuneytisins, Department oi
.State Records, (DSR) í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna í Wash-
ington, 859A.00/90.
42 C. J. Warner til H. Cumming, 4. sept. 1942, DSR, 859A.OO/115-
og Björn Þórðarson, bls. 510.